30.4.04

Kill bill og bað... 

Jæja, föstudagskvöld og allir slakir. Dofri er kominn í draumaheim og Viddi og ég í mjög blóðugum heimi Kill Bill 1 með heimabíóið í botni. Ég rétt sleit mig frá kassanum til að deila þessu með ykkur. Ég er reyndar ekkert sérstaklega hookt á myndunum hans Tarentino, þar sem blóðbað er bað sem ég hef ekki lyst á að njóta, þó ég sé mikil baðmanneskja. Við hjúin eru alveg sammála því að háþrýstingurinn úr útlimum fórnarlamba Umu sé býsna yfirdrifinn, og myndi ég vera mjög ánægð með þennan kraft úr sturtuhausnum í mínu baðherbergi. En veit ekki hve lengi ég hangi yfir þessari tómatsósumynd.
Góða helgi og verið örlítið snyrtilegri en hún Uma vinkona okkar.

Well, fredagaften og alle rolige. Dofri er kommet i drømmeverden og Viddi og jeg i meget blodig Kill Bill 1 verden med hjemmebioet skruet op. Jeg har kun revet mig fra kassen til at dele dette her med jer. Jeg er ellers ikke særlig meget for Tarentinos filmer, fordi blodbad er ikke bad jeg har lyst til at tage, selvom jeg er meget for at bade. Vi ekteparet er helt enige at højtrykket fra lemmerne af Umas ofre er lidt overdrivet, og jeg ville være rigtig tilfreds med den tryk fra mit brusehoved i badeværelset.
Ved ikke hvor længe jeg kan holde mig over denne tomatofilm.
God weekend og vær lidt pænere end vores veninde Ume.



29.4.04
Föstudagur á morgun... já vikan hefur aldeilis flogið áfram, næg verkefni í vinnunni og nú hef ég skilað af mér gemlingunum í fjarkennslunni. Allt eins og það á að vera. Búið að skipuleggja Danmerkurferðina og við þetta óskipulagða fólk höfum brett upp ermar og gert dagsplön, nánast á klukkutíma basis svo hægt verði að sötra öl með öllum sem við þekkjum og skilja engann útundan. Hlökkum ótrúlega til að hitta alla....Guðný, Sveinbjörn, Auðun, Maron, Kidda, Pöllu, Þórdísi, Bjarneyju, Einar, Hauk, Kalla, Charlottu, Morten, Önju, Birgitte, Rikke, Lone, Emil og Kórinn svo einhverjir séu nefndir til sögunnar, og ekki væri leiðinlegt að rekast á Signe, Nínu, Heiðdísi og gömlu félagana af Kollegieinu okkar og vonandi getum við snapað kaffisopa í eldhúsinu hjá Guðbjörgu og Vigni í Köben...En þetta kemur allt í ljós. Ja, ef maður kemur ekki feitur og pattaralegur heim úr ferðalaginu eftir allar heimsóknirnar þá verð ég illa svikin.

Fredag i morgen....ja ugen har flyvet forbi, nok af opgaver på arbejde og nu har jeg sagt farvel til mine dejlige fjernundervisningselever. Alt som det skal være. Har planet Danmarksrejsen og vi, de mennesker der vil være lidt spontant har lavet dagsplaner, næsten på en times basis så vi kan klare at drikke øl sammen med alle vores venner og glemme ingen. Glæder os utrolig meget til at møde alle....Guðný, Sveinbjörn, Auðun, Maron, Kiddi, Palla, Þórdís, Bjarney, Einar, Haukur, Kalli, Charlotta, Morten, Anja, Birgitte, Rikke, Lone, Emil og koret så jeg nevner nogen, og det ville ikke være kedeligt at bømpe på Signe, Nína, Heiðdís og de gamle kammerater af vores kollegie. Forhåbentlig kan vi bede om en kop kaffe i Gudbjorg og Vignis køkken i København. Men vi får at se. Ja hvis man ikke kommer fed og met hjem fra rejsen efter alle vores besøger så bliver jeg overrasket.

28.4.04
Jæja, komin heim úr fermingarstússinu. Hóstaði fimlega framhjá kökunum (vonandi), en verður að segjast að ég hef alltaf meira og meira gaman af fjölskyldu- og mannfögnuðum eftir því sem hrukkunum fjölgar. Pápi gamli kom með okkur suður en ég var snögg að losa mig við hann heim aftur (í gær). Hann staldrar ekki lengi við, enda enginn mömmumatur á mínu heimili. Bara eitthvað nýmóðins sem hann veit ekki hvað heitir úr tilraunaeldhúsi Vidda ;o)
Vikan hálfnuð..og nálgast óðfluga ferðalag fjölskyldunnar til Danmerkur. Á laugardag á að rejse, og Dofri er svo spenntur að hann telur niður á hverjum degi.
Þar sem ég lá á banalegunni í síðustu viku, beið mín drekkhlaðið skrifborð sl. mánudag, þegar ég hélt til vinnu, en með mikilli eljusemi er ég farinn að sjá niður úr bunkanum og fæ að öllum líkdindum ferðaleyfi....

Ps. var að panta gistingu í Kongsins Köben... Ekkert mál að fá gistingu hjá Margrethe Kaae Christensen gegn því að kaupa 1 karton af Malboro sígarettum í tollinum....Tja...daninn lætur ekki að sér hæða...

Familien kom godt hjem fra konfirmasjonsfesten. Hostede forhaabentligt forbi kagerne, men må sige at jeg nyder familie og venner fester mere og mere. Min dejlige gamle far kom med os til Hovedstedet men det tog ikke lang tid at komme af med han igen, fordi han rejste hjem i går. Ja, han holder ikke længe ud hos mig, fordi han ikke får morsmad i mit hjem. Bare nogen modern mad han ikke ved hvad hedder fra Viddis prøvekøkken ;o)
Ugen halv vej og vores rejse til DK nærmerer sig meget hurtig. På lørdag flyver vi og Dofri er så spændt at han tæller dagerne.
Da jeg brugte sidste uge på sengen ved at dø, var et rigtig rodet skrivbord med mange stabler der ventede på mig i mandags på arbejdspladsen. Nu har jeg knoklet til at se ned til skrivbordet igen og det ser ud til at lykkes....tror jeg får rejselov...

Ps. Har lige reserveret overnattning i København. No problem at få værelse hos Margrethe Kaae Christensen hvis vi køber 1 karton af Malboro sigaretter i toldbutikken....jebss....Danskeren er ikke alle som den er set...(kan man sige det?)

24.4.04

Flug....og flugur 

Góðann daginn.
Já, ég er snemma á fótum. Sit og drekk morgunkaffið áður en ég skelli mér í flugu Flugfélags Íslands heim í heiðardalinn.
Heilsan svona la, la...eins og lítið gróft sönglag etv eftir Metalicu en Viddi kom glaður heim úr vinnunni í gær með miða handa frúinni á tónleika.
Fermingarveisla ógurleg framundan hjá stóru sys. Ætla að ath. hvort ég geti ekki örugglega hóstað á einhverjar kökur hjá henni um helgina.
Góða helgi.
BTW... krossgátan góða leyst. Úrausnarefni, stærð sópa.....Vandamál.....(frábært svar!!)

God dag
Ja, jeg er tidligt op. Skal op i en lille flue (Flymaskin) og flyve hjem til mor og far.
Helbredet er la, la....måske lige som en barsk sang efter Metalica, men Viddi kom glad hjem fra arbejde i går og lykkedes at købe konsertbilletter for fruen.
En mega konfirmasjonsfest hos store søs i morgen. Skal lige kjekke om jeg ikke kan hoste lidt over nogle kager hos hende i morgen.
God weekdend mine venner....

22.4.04

Sumardagurinn fyrsti 

Nú er brostin á þessi dómadagsblíða, enda kominn Sumardagurinn fyrsti. Við hverju öðru er að búast. Fyrsta húsflugan er flutt inn og ætlar sér aldeilis að lifa í vellystingum hjá okkur í sumar, enda nóg af brauðmylnsu að finna ...tja..nánast útum alla íbúð, eins og ástandið er núna. Verði henni bara að góðu, verður minna að sópa fyrir vikið!
Búin að senda drenginn í norðlenska sveit, og því var enginn sem laumaði köldum tám undir sængina í nótt. Tja...verður að viðurkennast að það var óvenju rúmt í rúminu í morgun. Einungis 20 tær í stað 30.
Annars er heilsufarið....ja...bara farið...held ég....en gleðilegt sumar.....það er komið.... og er það fyrir mestu.... Og Ágúst og Eva, nú er nánast alveg búið að ráða krossgátuna, vantar aðeins 16 lóðrétt (8) Úrlausnarefni er stærð sópa. Annað er komið ;o) Verður leyst í norðuferð annaðkvöld...

Nu er sommeren kommet. Den første sommerdag, alle holder fri og solen skinner. Forventer op til 17 gr varme i weekenden. Den første Husflue er flyttet ind og tænker godt på alle brødkrummerne der ligger på gulvet...og jeg siger bare velbekomme.... Mindre at gøre rent!
Har sent Dofri ud på landet til sin fatter, så der var ingen der kom med sine kolde tæer under dynen i nat. Tja..må indrømme at der var utrolig meget plads i sengen i morges. Kun 20 tærer i stedet for 30.
Ellers er helbredet....tja...væk.....men sommeret er kommet...tror jeg...og det er det vigtigste....mine kære venner.
Så Godt sommer.. til jer alle i DK.. hyg jer udenfor med øl i hånd og vebs flyvende omkring.... Jeg skal sidde på terrasen med øl i hånd og uldesokker og vindjakke på.... og nyde sommeren ;o)

20.4.04

þessi sveitta.... 

jæja...þessi sveitta sest við skriftir..
Ótrúlegt hvað maður er sveittur, þegar maður fær svona flensur. Hef ekki svitnað svona mikið í World Class, þó ég púlí þar nánast á hverjum degi. Viddi og Dofri vöknuðu í morgun í Sundlaug...héldu að þeir væru í Laugardalslauginni, en ég reyndi að segja þeim að troða marvaðann og að við værum heima! Ég væri bara svona sveitt eftir nóttina og sængurfötin alveg drepvot...Viddi leit á frúna....."HJAAALLPPP" hún er fimmtug...komin á breytingarskeiðið........ Anyway... Viddi mátti setja í vél í gær, drengurinn búin að æla og og konan skiptir ótt og títt um föt. Eins gott að hann er klókur á vélarnar!!...
Allavega...heilsan ekki alveg uppá það besta hjá þessari miðöldruðu...Dofri orðinn góður í maganum og Viddi stálsleginn...

PS...ég ætti etv að reyna að beina skrifum mínum í svolítið huggulegri áttir??.....gerir það næst....

Nu er den svettige her.
Utroligt hvor meget man sveder, når man bliver syg. Har ikke svedet så meget i World Class (Form og Fitness) selvom jeg knokler der næsten hver dag. Viddi og Dofri vågnede i morges i svømmehalle, troede de var i Laugardalslaug, men jeg fortalte dem at forsætte med at svømme, men desværre var vi hjemme! Jeg havde svedet så meget i nat at sengetøjet hvar gennemvådt...Viddi kikkede på fruen.."HJÆÆLLPPP" hun er halvtreds år......anyway..Viddi måtte vaske tøj i går, drengen havde kastet op og konen skipter tøj mange gange om dagen...Heldigvis er han god med maskiner!!
Ellers er helbredet ikke så godt i hos den halvtredssede, Dofri er rask igen og Viddi har ikke haft det bedre.

PS. Jeg skulle måske prøve at skrive om noget lidt mere lækre ting....gør det næste gang..

19.4.04

Sýklahernaður 

Jæja, þá er mín rönkuð úr rotinu, eða svona næstum því. Fórum norður og svona eins og í síðustu ferðum, tókst mér að krækja mér í einhvern óþverra í kroppinn. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að norðlendingar stunduðu sýklahernað á móti mér, þ.e. um leið og ég stíg fæti á norðurlandið ég komin með flenskuskít, hita og leiðindi. Er Osama nokkuð fluttur til Íslands??....man þó ekki eftir að hafa opnað nokkur bréf með duftum eða öðru þvíumlíku síðustu daga...hum.... ætti nú etv að fara að rannskaka þetta betur. Svo nú er ég bara heima við...bíðið við..nú koma þeir feðgar inn úr dyrunum. Dofri er kominn heim úr leikskólanum, með magapest, rétt náði að leggja sig á stofusófann þegar strókurinn stóð uppúr honum... ok, fer ekki útí frekari díteil. Þá er ég nú aldeilis búin að ná mér í selkap í dag. Já, hér gerast ævintýrin!!

Har nået bevidsthed igen, eller næsten. Kørte nord til mor og far sidste weekend, og lige som vanligt kunne jeg fange noget lort i kroppen. Hvis ikke jeg vidste bedre, ville jeg tro at "nordmænd" var i bakterikrig imod mig. Det er, at jeg ikke er kommet hjem til mor og far at jeg har faaet forkølelse, feber og dårlighed. Er Osama flyttet til Island?? Kan dog ikke huske at have åbnet kuverter med noget hvidt mel i eller noget lignende de sidste dage...humm...tror jeg skulle undersøge det lidt bedre. Så nu er jeg hjemme i dag...vent...nu kommer Dofri og Viddi ind af døren. Dofri er kommet hjem fra børnehaven med tynd mave, havde lige lagt sig på sofa'en i stuen da han kastede op...ok..ikke flere detaljer... Nu har jeg fået selskab i dag. Ja....det er her hvor alt sker...

10.4.04

Páskafrí 

Skønt ...skønt... Eins og danirnir segja. Páskafrí og Birgitte og Rikke komust klakklaust til landsins.
Við erum nú aldeilis búin að hafa það huggulegt svona í bland við að sýna þeim stórkostlegar náttúruperlur landsins.
Bláa lónið og Seltún var tekið með trompi í fyrradag, en í gær fórum við á "fire hjuls trækkeren" í Þórsmörk í frábæru veðri. Allir fengu eplakinnar og góðan skammt af fjallalofti. Hvað er betra??
Reyndar ætluðu píurnar í hestaferð í vikunni, stukku uppí ranga rútu og föttuðu ekki fyrr en í Skálholti að "de var paa den forkerte bus!!" Hestaferðin átti að fara fram í Hveragerði ;O). En þær fóru semsagt "Gullna hringinn" og litu á Gullfoss, Geysi og aðrar perlur í staðinn fyrir útreiðatúr í grenjandi rigningu.
Í gærkvöldi var Viddi ráðin sem barnapía, og við stelpurnar settum makeup paa og kynntum okkur "Reykjavik Nightlife"... Ég hafði nú reyndar hugsað mér að koma þeim í kynni við einhverja íslenska víkinga (svo þær kæmu etv oftar í heimsókn) en það fór nú örlítið á annan veg. Við enduðum með danska sailora uppá arminn, sem buðu öl og vín og sögðu sjóarasögur með glampa í augum. Frábært kvöld sem endaði með morgunmat í sóltúninu kl 5 í morgun, þar sem við stelpurnar fengum okkur í svanginn áður en við skriðum í bælin.

PS. Setti inn myndir frá skröltinu síðustu daga. Er undir möppunni "Páskar 2004" hér til hægri á síðunni

Skønt, skønt.. (nu skriver Birgitte)... som vi danskere siger! Endelig kom vi (Rikke og Birgitte) til Island og vi hyggede os lige fra starten af -med video, snak og chips om aftenen og Islands kultur- og naturperler om dagen. Den Blå Lagune og Seltun var på programmet i foregårs -masser af salt og damp i lagunen og lignede altså ikke den fra filmen;-) og i går var vi i Torsmörk og se vandfald og gik på bjergvandring; B troede vi var meget længere oppe end de 300 meter det lykkedes os at stige op til, måske fordi det var lidt hårdt at få vejret når Rikke-Bjergged førte an..?!! Skulle ha været ude og ride på islandske heste, men da vi ikke fatter noget som helst islandsk (kun lidt!) kom vi ombord på den forkerte bus -typisk!! I stedet tog vi "The Golden Circle"-tour og så Gullfoss, Geysir og Tingvellir. Fantastisk!!
I går aftes var Viddi barnepige og så tog vi på tøse-tur ned til Reykjaviks nightlife hvor Kolla ville have afsat os til islandske mænd så der var chance for at vi kom herop lidt oftere eller måske ovenikøbet blev hér, men der var kun danske sømænd ude med snøren -skulle sejle med kronprinseparret, så lidt spændende var de jo:-) Vi skrålede og dansede hele natten lang til super duper liveband nede på "Gaukur a støng" så R var bange for at miste stemmebåndene -sjovt at have K med i byen, det var LAAAANG tid siden...! Hjemme igen kl 5 og få mad og snakke mere inden vi knaldede brikker!

Ps. Har sæt ind billeder fra de sidste dager. Under navnet "Páskar 2004" til højre på siden


4.4.04

fermingarveislur og grænland 

Jæja helgin á enda og blákaldur mánudagur framundan.
Helgin svona í rólegheitunum. Viddi flensaður og hélt sig heima, en ég og Dofri fórum í sund á laugardaginn. Rigning og 2 stiga hiti, en það aftraði okkur ekki í því að fara margar ferðir í rennibrautina. Reyndar þegar Dofri var orðin fjólublár í framan af kulda á því að klifra upp tröppurnar í rennibrautinni, fórum við í pottinn og hlýjuðum okkur í smá stund, en skelltum okkur fljótt í tröppurnar aftur.
Í dag fórum við svo í húsdýragarðinn í blíðuveðri og kíktum á svín, hesta, naut ofl. Magga frænka kom með en hún hefur verið gestur hjá okkur í 3 daga. Hún fór heim í kvöld en hin frænkan hún Lilla frænka er kominn á gestasófann í hennar stað. Á morgun verður hún svo rekinn út og stöllur mínar frá Danmörku, Birgitte og Rikke koma með vorvindinum og dvelja hjá okkur um páskana.
Annars var Dofri eitthvað að spá um helgina að honum langaði til Grænlands. En svo fór hann að efast um það. Nú af hverju??...Jú af því að allir eru grenjandi á Gren(j)landi!!! "Mamma, af hverju eru allir að grenja á gren(j)landi??" Humm.....

Weekenden slut og mandag foran os.
Rolig weekend. Viddi ikke så frisk og holdt sig hjemme, men jeg og Dofri var i friluftsbad i lørdags. 2 gr. varme udenfor og regnvejr. Lidt koldt at klattre op ad trapperne i vandrutchebanen, men det var ligemeget. Da Dofri blev uhyggelig blå i andsigtet af kolde, hoppede vi i varme potter og hyggede lidt, til vi fik lidt liv i kroppen. Så var det vandrutchebanen igen!!
I dag var vi i "husdyrehaven" og kikkede på hønsefugle, køer, heser og sviner. Magga farster kom med men hun har været vores gæst for de sidste 3 dage. Hun kørte hjem i aften men vi fik en anden farster på besøg, der bliver hos os til i morgen, men i morgen kommer Birgitte og Rikke flyvende med forårsvinden. Så gæstesofa'en er godt brugt nu.

1.4.04

fyrstiaprílagabb... 

tjáhá....fyrstiaprílagabbdagurinn í dag... Dofri búin að bíða spenntur í marga mánuði eftir "platdeginum". Frábært að eiga svona litla púka til spæla, því það er svo einfallt. Ég byrjaði daginn á því að vekja pjakkinn, en hann var nú frekar til í að breiða sængina upp fyrir haus. Þá fór ég inní stofu og kallaði "Dofri, Dofri, komdu og sáðu útum stofugluggan, ég sé jólasvein á sleðanum sínum með hreindýrið"... Hann gleypti við þessu, þaut á fætur og út í glugga og spurði "hvar?? ..hvar??" He..he... fyrstiaprílagabb.... Hann horfði á mig...ooohhh...mamma....
Svo skreið hann aftur í bælið. Þá hvíslaði ég að honum...."Heyrðu...athugaðu nú í ísskápinn hvort þú eigir nokkuð páksaegg þar"...og aftur hljóp hann fram opnaði ísskápinn og var fljótur að loka honum aftur... Kom inn og sagði....Mamma....það var bara jógúrt!!!...FYRSTI APRÍLAGABB.....
Já, svo fékk Dofri að gabba mömmu og pabba smá.... En eins og Láki sagði "En hvað það er gaman að gera öðrum illt"....;o) Eins gott að 1.apríl er bara einu sinni á ári!!

PS. annars hljóp ég 1.apríl í morgun. Var að spá í að fara uppá Stöð 2 og næla mér í ókeypis brjóstastækkun....(sá það í morgunsjónvarpinu í ræktinni) How stupit can I be??... Já Dofri líkist etv. mömmu sinni smá..

Jebs....førsteaprilsnuddagen er i dag... Dofri har ventet for mange måneder efter "snuddagen". Brilliant at eje såddan en lille knægt til at snude, fordi det er så enkelt. Jeg begyndte dagen med at vække ham, men han trak dynen over hovedet. Da gik jeg ind i stuen og kaldte på ham "Dofri, Dofri, kom og se ud af vinduet, jeg ser julemanden på kælken med rendyret her udenfor".... Han købte historien og hoppede ud af sengen og løb ind i stuen til vinduet og spørgte "hvor??...hvor??"...he..he.. førsteaprilsnud.... Han så på mig ....oooohhh...mor....
Så smuttede han under dynen igen. Jeg hviskede til ham.. Måske du skulle kikke ind i køleskabet og se om du kan finde et påskeæg der (sjokolade)...og igen løb han..ud i køkkenet, åbnede køleskabet, men lukkede det hurtigt igen. Kom ind og sagde.... Mor...Der var kun Jogurt.....FØRSTEAPRILSNUD.....
Så fik Dofri at snude mor og far lidt..... Men lige som LAKI sagde " I hvor det er sjovt at gøre noget dårligt til andre". Heldigt at 1.april er kun en gang om året!!

PS. Ellers løb jeg 1.april i morges. Tænkte på at køre til TV2 og få gratis brystimplantater (så det i morgenavisen når jeg var til form og fitness i morges) How stupid can I be??...Ja Dofri ligner måske lidt sin mor...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com