20.7.04
Allir á þessu heimili komnir í sumarfrí og farið að þykkna upp hér sunnanland og mál til komið að skella sér í sólina á norðurlandinu...humm...eða þannig.
Allir í ferðaskapi.  Frúin með hálsbólgu og 38 stiga hita, Húsbóndinn eitthvað furðulegur í kroppnum.  Er farinn að halda að hreingerningin í gær, hafi alveg farið með okkur.  Erum ekki vön að vera í svona hreinu og fínu húsi!  Best að gera þetta aldrei aftur!
En nú er verið  að pakka á fullu.
Allt veiðidótið og útilegugræjurnar tekið með, svo er spurning hvor okkar daglegi viðlegubúnaður (föt til skiptana og þessháttar) fái að koma með sökum plássleysis, já enda erum við á mjög smáum bíl!
En gleðilegt sumar!
 
Alle har fået sommerferie og sky kommet på himlen her sudpå.  Så må vi køre i solen nordpå.....hum...eller noget i den retning.
Alle glade.  Kolla med 38 gr feber og  Viddi føler sig mærkelig i kroppen.  Er ved at tro at rengøringen i går påvirker på denne måde.  Er ikke vant til at have det så pænt og rent omkring os!  Jeg må hellere lade være i fremtiden!
Men nu pakker vi.
Alle fiske-, og camping-udstyret er med, og spørgsmål om vores daglige udstyr ( tøj og tandbørster) får at komme med fordi vi har jo ikke så meget plads i bilen, han er så lille!
Men godt sommer til jer alle!

19.7.04

Já, helgin stórgóð.  Húsdýragarðurinn á laugardaginn, þar sem við grilluðum pylsur og sleiktum sólina ásamt þeim Rannveigu og Gísla og börnum.  Á laugardagskvöldð var svo boðið í læri í Grafarvoginum, þar sem vín og veigar af bestu gerð voru borin á borð.  Átum eins og hestar á beit og svo var skellt sér í heita pottinn á eftir, svona til að mýkja magavödvana eftir allt átið.  Viddi gat þó ekki svikist um að gera nokkrar magaæfingar í pottinum eins og sést á myndinni.  Já, það er gott að missa aldrei stund úr við íþróttaiðkun!  Gærdagurinn rólegur og góður.  Hjóluðum í miðbæjinn og kíktum á lífið.  Töframaður og læti þar.  Krossgáturáðning og rólegheit í gærkvöldi og sofnað með Arnaldi Indriða á koddanum.
 
Ps.  Viddi kom miklu seinna í rúmið!
 
En rigtig god weekend forbi.  Husdyrehaven i lørdags, hvor vi grillede pølser og slikkede solen sammen med Rannveig og Gisli og børn.  Lørdag aften var vi så inviteret hjem til dem til lammelår, hvor vin og god mad var på bordet.  Spiste som sultne hester og når vi ikke kunne mere, hoppede vi i den varme pot, de har udenfor, til at bløde mavemusklerne efter spisningen.  Viddi kunne dog ikke modstå at lave et par maveøvelser i potten, som vi ser på billedet.  Ja, det er skønt at miste aldrig en stund fra itrætstræning!  Dagen i går, rolig og god.  Cyklede ned i centrumen at kikke på livet.  Tryllekunstner og ballade.  Tværs og kryds og roligt i aften.  Faldt i sovn med Arnaldur Indridason (isl. krimi forfatter) på puden.
 
Ps.  Viddi kom meget senere i seng! 

15.7.04

Sykurskattur og Big brother 

Er það bara ég, sem myndi borga 15 kr meira fyrir súkkulaðistykkið?... Þegar manni langar í súkkulaði, skiptir þá nokkru máli hvort það er 15 kr. dýrara eða ódýrara??  Ég bara spyr.  Ef ég væri viss um að tapa nokkrum kílóum vegna sykurskatts, þá væri ég harður talsmaður þess, en því miður er sannfæring mín á þessum málatilbúiningi frekar þunn.  Efast stórlega um að heilsa landans færi batnandi þó settur væri á sykurskattur.  Væri ekki reynandi að skylda frekar alla að fara í sund 1x á dag.  Hægt væri að setja svona tölvukubb í hársvörðinn og maður yrði svo sektaður fyrir að hreyfa sig ekki, um stórar fjárhæðir.  Tja..já..svo mætti líka tengja bílinn og ökuhraðann við þennan hauskubb.   Það er ekki öll vitleysan eins!

14.7.04

Óðfluga....góðfluga.... 

Nú fer sumarfríið að nálgast sem óðfluga, ég vona reyndar svo sannarlega að það verði góðfluga, já, jafnvel skrautlegt fiðrildi. Ekkert planað, ætlum að vera eins og biðukollur og láta berast með sól og vindi eitthvað út í buskann.
Annars hjólaði ég í vinnuna í morgun eins og vanalega, og komst að því að ekki er gott að hjóla opinmynntur á sumrin, meðfram runnum og trjágróðri. Já, flugur og skordýr geta verið svo óheppin að þegar ég geysist framhjá á fáknum, á mígandi siglingu, syngjandi hástöfum eða bara raulandi í hálfum hljóðum, að ég gleypi þau í einum munnbita. Hef reynt að passa mig á þessu, en einhvernveginn á ég bara ótrúlega erfitt með að vera með munninn lokaðann. Ef ég er ekki syngjandi einhverja tregafulla ballöðu, er ég í hörku samræðum við menn og málleysingja sem heimsækja mig í kollinn minn. Já...kannski er ég eitthvað biluð?

Nu nærmerer sommerferien som en flue, jeg håber det bliver en husflue, ja, håber på at det bliver en smuk sommerfugl. Ingen planer, vi skal bare rejse hvor vejret bliver godt.
Ellers cyklede jeg på arbejde i morges som sædvanligt, og fandt ud at det ikke er godt at cykle med munden åben, forbi busker og træer. Ja, fluer og insekter kan være så uheldige når jeg cykler på blussende fart, syngende højt, at jeg synker dem i en mundbidde. Har prøvet at passe på, men jeg har bare utrolig svært med at være med munden lukket!. Hvis jeg ikke synger forelskelses-ballader, snakker jeg med mænd og ting, der besøger mit hoved. Ja....måske er jeg gal?

11.7.04

Ennnn og aftur kominnnnn heimm....eða hvar er heima??? 


Klar i veidina

hhmm....vangaveltur undanfarinna vikna; Hvar er heima?...Við höfum farið "heim" flestar helgar síðan í apríl en förum svo alltaf "heim" á sunnudagseftirmiddögum aftur.
Verð að segja að ég á líklega þrjá eða fjóra staði sem ég get kallað heim, ekki slæmt það, svona ef hugsað er um heimilisleysingjann sem ég sá á rölti mínu í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið með Guðnýju vinkonu. Já, hann má öfunda okkur.

Annars fín helgi fyrir norðan, veiddum töluvert, vorum úti í sólinni, drukkum kaffi og fórum í gríðargskemmtilegt 40 ára grill afmæli Gumma svila. Grillið var þó ekki orðið 40 ára, heldur haldin hin myndarlegasta garðveisla að hætti þeirra hjóna, en Gumma kom þetta þó algjörlega í opna skjöldu. Gaman það.

PS. það var reyndar Viddi sem veiddi, ég og Dofri gerðum bara heiðarlega tilraun, enda ekki eins vel græjuð í veiðinni. Ég held að það sé skýringinn. En fiskurinn náði þvert yfir ískápinn...Það er mælikvarði á stærðina ;O)

Myndir hér til hliðar, svona til ánægju og yndisauka.

hhmm....Tankegang sidste uger; Hvor er hjemme?...Vi har rejst "hjem" de fleste weekender siden i april men rejser så altid "hjem" om søndag-eftermiddag igen.
Må sige at jeg har måske tre eller fire steder, jeg kan kalde mit hjem og ikke er det dårligt, hvis man tænker på den hjemløse jeg så ned i byen i torsdags sammen med min veninde Gudny. Ja, han må være misunderlig på os.

Ellers fin weekend nordpå, fiskede lidt, var ude i det skønne vejr, drak kaffen og var inviteret i en rigtig hyggelig 40 års grillfest hos Gummi (Viddis søs mand). Grillet var dog ikke 40 år, men de holdt en rigtig flot grillfest, en overraskelse til Gummi, der vidste ingenting.

ES. Det var egentlig Viddi der fiskede, jeg og Dofri gjørde ærlig forsøg, men har ikke den professional udstyr som Viddi har. Jeg tror at det er forklaringen på at jeg og Dofri fiskede ingenting. Viddis fisk var så stor at den nåede lige over hylden i køleskabet....Det er hvordan vi måler størrelsen ;O)

Billeder her til siden.

8.7.04

Á einhver "meira heima gen"? 

Vikan farin að styttast í annan endann. Var farinn að hlakka til rólegrar helgar heima við, þar sem Birna og Röggi svili ætla að kíkja í helgarferð til borgarinnar og hafa tilkynnt komu sína. En nú hefur veðurGuðinn okkar ákveðið að við förum norður. Vidda er farið að klæja..(já veit ekki alveg hvar, etv. um allan kroppinn) og vill ólmur norður í sólina og 20 stiga hitann. Já enn og aftur lítur út fyrir að við keyrum "heim" eftir vinnu á morgun og verðum þar um helgina. Gestirnir verða bara að redda sér, enda eflaust dauðfegnir að geta fengið íbúðina til eigin afnota.
Humm....auglýsi hér með eftir aukahlut á mann sem gæti kallast "meira heima gen" og væri hægt að plögga í hann, nefni þó enga ákjósanlega staði!
Annars ætla ég og Guðný vinkona (býr í Odense) að fara út að borða í kvöld. Það verður nokkuð öruggt býsna huggulegt. Segi frá því á morgun, ef við skandölum ekkert!!

Ugen bliver kortere i anden enden. Havde glædet mig til en rolig weekend hjemme, fordi Birna og Röggi (Viddis sös og hendes mand) kommer i weekendrejse til Reykjavík og overnatter hos os. Men nu har vejrGuden besluttet at vi skal køre nordpå...ja igen..og igen... Viddi er begyndt at klø..(ved ikke helt hvor, måske i hele kroppen) og vil bare nordpå i solen og 20 gr varme. Ja og igen ser det ud til at vi kører "hjem" efter fyraften i morgen og bliver over weekenden. Gæsterne må klare sig uden os, og bliver sikkert glad for at have hele lejligheden for sigselv.
Huumm...Jeg søger nu efter en reservedel til mænd, der man kan kalde "mere hjemme gen" og eventuelt må plugge i manden, snakker dog ikke om en bestemt sted!
Ellers skal jeg og Gudny min veninde (bor i Odense) at gå ud til spisning i aften. Garenterer at det bliver hyggeligt. Fortæller jer om det i morgen, hvis vi skandaliserer ikke!!

5.7.04

Metallica....þumall upp! 

Já, þarf að segja meira. Allt það skemmtilega sem við hjónin gerðum (í sitthvoru lagi að sjálfsögðu!) um helgina gufar hratt upp við upplifun gærkvöldsins. Smelltum okkur í Egilshöll ásamt 17.998 öðrum. Rokkarastelpan Kolla og Viddi Rokk og vinir þeirra, Steini, Erlingur, Elsa og Helgi mættum þurr og klár í hvað sem er. Hef aldrei komist í aðra eins húðhreinsun (uppgufunin var svo svakaleg) eða eins mikla stemmingu. Brjálað. Urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að mæta það seint á staðinn að Mínus og Brainpolice voru búnir að skila sínu og Metallica næst. Komumst í rokkarahópinn næst sviðinu, og gátum fundið karlhormónin flæða frá James, Lars og hinum ofurrokkurunum sem voru svvvvoooooo góðir. Og stemmingin svakaleg. Allir sungu með...Nothing else matter....... Seek and destroy...... Master..Master... Leikgleðinn skein úr stákunum á sviðinu og allt mjög rafmagnað...Áhorfendur með á nótunum og eflaust langt til að þessir tónleikar verði matsaðir með einhverju öðru. Komum heim rétt fyrir hálf tvö í nótt, rennandi blaut af svita og bísna ógeðsleg eftir fjörið. Fékk að stökkva í sturtuna á undan...Frábært að fara nývaskaður, og dauðþreyttur í rúmið eftir þessa rússibanaferð. Svona himinsæl...Money well spent!

Ja, skal man sige mere? Alle de sjove ting vi ægteparet gjørde over weekenden (hver for sig, selvfølgelig!) forsvinder hurtigt ved aftenens-oplivelse. Tog i Egilshøll blandt 17.998 andre. Kolla Rokkerpige og Viddi Rokker og deres venner, Steini, Erlingur, Elsa og Helgi mødte op tørr og klar for hvad som helst. Har aldrig oplivet hudrensning (svedede så meget) som i aftes eller stemmningen der var der. GALT... Var så lykkelig med at møde når Brainpolice og Minus var færdig med at spille og Metallica næst på scenen. Vi kom os blandt de bedste rokkere tættest ved scenen og kunne føle testosteronet fløde fra James, Lars og de andre superrokkere. De var såååååå gode. Alle sang med... Nothing else matter... Seek and destroy..... Master..Master... Spilleglæden skinnede fra drengerne på scenen. Publikum følgte godt med og langt til jeg opliver noget i denne retning igen tror jeg. Kom hjem lidt før kl halv to i nat, våd som efter brusebad med tøj på og meget ulekker. Fik lov til at være først i dette rigtige bad...Super.. at være nyvasket og dødtræt i sengen efter denne rutchebanerejse. Så lykkelig...Money well spent!

2.7.04

Konuveiðiferðin heima í Sóltúninu. 

já, ég og Rannveig héldum okkar eigin veiðiferð í Sóltúninu í gærkvöldi. Vorum reyndar ekki með veiðistangir, en þeim mun veglegri grilltangir sem við beyttum á humarinn á grillinu. Veiðin GÓÐ...efast stórlega um að Viddi nái að toppa þetta kvöld okkar.
2 stelpur, fullt af humri og alveg ljómandi passlega mikið af hvítvíni. Rannveig missti af síðasta strætó, bíllinn vel geymdur hjá mér í nótt, og við alveg í hressasta lagi undir miðnættið. Hvað það er gaman að vera með skemmtilegu fólki. Held bara að það sé fátt sem toppi það.
Flýg norður í kvöld. Frábær grillveisla framundan á laugardagskvöldið með gömlu "gelgju" vinunum mínum. Hlakka óoooootrúúuuulega tiiillll...Og svo suður á sunnudaginn...Ætla ekki að missa af Metallica.... MASTER..MASTER...humm....
Góða helgi allir.

Ja, jeg og Rannveig var på pige-fisketur i Soltun (mit hjem) i aftes. Var uden fiskestanger, men havde en stor grilltang som vi brugte på hummeren på grillet. Fangede masser af hummer fra grillet...tvivler at Viddi kan toppe det.
2 piger, masser af hummer og rimeli meget af hvidvin. Rannveg miste af sidste bussen hjem, bilen blev gemt hos mig i nat, og vi utrolig raske og friske om midnatstiden. Hvad er mere sjovt en at være sammen med sjove mennesker?? Tror der ikke er mange ting der topper det.
Flyver nordpå i aften. Glæder mig til grillfest sammen med mine venner fra "teeageårene" på lørdag. Glæder mig faktiskt utroligt meget.....Så flyver jeg til Reykjavik igen på søndag..Vil ikke miste af Metallica konserten....MASTER..MASTER...humm...
God weekend alle.

1.7.04
Búin að koma körlunum útúr húsi, norður í land. Viddi lagði kampakátur af stað í hina árlegu veiðiferð í Hofsá í gærkveldi, eftir margra kvölda undirbúning, við að pússa flugur, fægja línur og raða öllu haganlega í veiðitöskuna! Veiðihúfan sem týndist í síðustu ferð, var endurnýjuð og allt klárt!! Dofri fór með, að hitta Rökkva frænda, svo nú eru álfarnir hennar ömmu kampakátir við leik í klettahömrunum við Löngumýrina.
Semsagt, kona einsömul og til í hvað sem er ;o) Stelpukvöld í kvöld hjá okkur Rannveigu, búið að slíta humarinn uppúr kistunni og hvítvínið býður eftir að verða teigað....og ekki orð um það meir...í bili að minnstakosti.

Er kommet af med mine drenge, har sent dem nordpå. Viddi rejste glad af sted i den årlige fisketur i Hofså i aftes, efter mange aftene forberedelse, ved at pudse sine fluer, fiskelinjer og sætte alt på plads i sin taske! Fisketur-hatten, han tabte i sidste rejse blev fornyet og alt klart!! Dofri rejste med, til at møde Røkkvi (sin nevø) så nu er bedstemors-alfer glade at lege i klipperne ved "Langesvampen". Nu jeg alene-kvinde og klar til hvad som helst ;o) Pigeaften i aften hos mig og Rannveig, har slidt hummer op af fryseren og hvidvinet venter på at blive drukket....og ikke et ord mere om det...for nu i hvertfald.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com