29.10.04

Það er yfirgefinn bíll útí vegarkanti... 

Já, ævintýrin eru nú misskemmtileg. Fór útá flugvöll að sækja Kötu og familie, en áttu að lenda kl half sjö í morgun. Vaknaði snemma, fékk mér morgunkaffið og dreif mig út 20 yfir sex, til að fjölskyldan þyrfti nú ekki að bíða lengi eftir mér. En þegar ég er að koma að Straumsvík, þá fór Terranóinn í verkfall. Já, hann varð aflvana og endaði útí vegarkanti. Frábært. Ég kona einsömlu gat nú lítið bjargað mér, svo ég hringdi að sjálfsögðu í Vidda og ræsti hann og Dofra úr rúminu, og komu þeir vonum seinna (já mér finnst nú allt taka sinn tíma;o), þegar hitinn var farinn úr bílnum og hrollurinn farinn að setjast að mér. Hefði nú átt að vera forsjál og taka með kaffi á brúsa eins og danskurinn gerir þegar hann leggur uppí langferðir! Anyway, ekkert kaffi, hringdi til sys á völlinn og sagðist bjóða henni í TAXA í Sóltúnið. Þegar hún keyrði framhjá Terranó og Sóltúnsfjölskyldunni við Straumsvík, þar sem himinninn var upplýstur í Hazzardljósum, opnaði hún gluggan og ég henti til hennar húslyklunum svo hún kæmist nú inn til mín. Löngu seinna, vorum við Viddi búin að græja startkapla, og láta bílinn hlada dágóða stund, gátum við keyrt aftur af stað. Beint á verkstæðið, þar sem fákurinn verður í viðgerð frameftir degi. Kata og co, reyna nú vonandi að hvíla sig svolítið eftir langa og stranga ferð, en þau halda jafnvel heim til Akureyrar í kvöld eða á morgun.
Við ætlum aftur á móti að ögra Terranó og halda norður yfir heiðar í kvöld.
Góða helgi.

Ja, eventyrene er ikke alle sjove. Kørte ud i lufthavnen at hente Kata og familie, men de skulle komme kl halv syv i morges. Vågnede tidligt, drak morgenkaffen og så ud i bilen 20 over 6, så de ikke skulle vente på mig. Men da jeg var lige udenfor Hafnarfjørdur strikede bilen. Den mistede kraft og endede ude i vejkanten. Fint!! Jeg helt alene og kunne ikke gøre så meget andet end at vække Viddi og Dofri op og bede dem om at komme og redde mig. Ja, behageligt at eje to biler. De kom da det var begyndt at være lidt koldt i bilen og jeg havde sæt lufferne på hænderne igen og lukket jakken. Jeg skulle selvfølgelig have taget kaffe på termo med i såddan en lange rejse ligesom I danskerne plejer at gøre når I skal et sted! Anyway, ingen kaffe, jeg ringede sys ud på lufthavnen og sagde hende at hun måtte tage TAXI hjem (my treat!).
Da hun kørte forbi Soltunsfamilien hvor den ståede ude ved bilene og himlen var oplyst af Hazzardlyse, åbnede hun vinduet på Taxa'en og jeg kastede husnøglene til hende så hun kunne komme ind af døren. Meget senere fik Viddi bilen til at køre til et værksted, og vi kom hjem til at give vores gæster morgenmad. Bilen bliver på værkstedet i dag, men i aften skal vi prøve hvor godt den holder, fordi vi skal køre til Akureyri. Kata og co, hviler sig nu efter en lang rejse, men så kan de måske rejse hjem i aften eller i morgen til Akureyri hvor de bor.
God weekend.

27.10.04

be..be..be...bein lína.....frá Boston 

Nýjar fréttir!
Lítur út fyrir að Jói og tvíburarnir verði útskrifuð af Boston sjúkrahúsi seinnipartinn á morgun og ef svo verður, og Icelandair eiga laust sæti fyrir fjölskylduna gætu þau lent á Keflavík í bítið á föstudagsmorguninn. Já, er þetta nú bara ekki alveg frábært??
Hlakka ótrúlega til að fá þau aftur heim...hver hefði trúað því að ég sakni þeirra SVONA mikið??
Pabbi fer heim á morgun. En kemur aftur fljótlega í læknisheimsóknir. Já, við fjölskyldan erum svo sannarlega atvinnuskapandi fyrir læknastéttina!

Nyheder!
Ser ud til at Joi og tvillingerne kan tjekke ud fra Boston sygehus i morgen eftermiddag, og hvis det sker, og Icelandair har plads for dem i flymaskinen til Island kan de være i Keflavik lufthavn tidligt fredag morgen. Er det ikke super??
Glæder mig utrolig meget til at få dem hjem igen. Hvem kunne have troet at jeg savnede dem SÅÅÅÅÅÅ meget??
Far flyver hjem i morgen. Men kommer snart igen i flere sygehusebesøger. Ja vi familien er dygtig ved at give lægerne arbejde!


26.10.04

Hérna er svarið við getrauninni. Eins og Magga gat svo réttilega uppá þá missti Dofri tönn á sunnudaginn síðasta og var þetta tönnin sem lá á eldhúsborðinu á myndinni. Hér sjáum við svo Dofra tannlausann!!

Karen Ylfa komin af gjörgæslu 

Var að tala við Kötu í Boston. Karen Ylfa fékk að yfirgefa gjörgæsludeildina í dag, og er nú nýbúin að fá búbbumólk, og var bara nokkuð dugleg að sjúga. Ennþá er hún með einhverjar slöngur tengdar við sig, en það er aðalega til að hægt sé að fylgjast með líðan hennar. Næstu dagar fara í að sjá hvort hún sé ekki að braggast og hvort hún þyngist eðlilega. Núna hangir hún rétt í fæðingarþyngdinni, en það er etv ekki svo slæmt miðað við það sem á undan er gengið. Annars allt fínt í Boston, erfitt með gistingu, þar sem hafnarboltalið bæjarins er í úrslitum og allt gistirými er uppbókað fyrir löngu. En Kata og Jói hafa nú ekki þurft að sofa undir berum himni ennþá, svo þetta hlýtur að bjargast það sem eftir er.

Annars fínt úr Sóltúninu. Pabbi minn er kominn í heimsókn og nú er hann að lesa fyrir afastrákinn sinn fyrir svefninn.

Har lige snakket med Kata i Boston. Karen Ylfa er kommet af intensivafdelingen, og har lige fået at drikke hos sin mor, og var rigtig dygtig. Endnu har hun slanger fast ved kroppen, men det er så lægerne kan følge med hendes tilstand og hvordan hun har det. De næste dage ville de kikke efter hendes vægt og se om hun tager på som normalt. Nu er hun lige så tung som hun var da hun var født, der er måske ikke så slemt med hensyn med hvad hun har oplevet. Ellers alt godt i Boston, svært med overnattning, fordi deres rugby-team er i finalen og alle holteller er reserveret for lang tid siden. Men endnu har Kata og Joi ikke mått sove udendør, så vi håber det reddes med resten af tiden de har tilbage der.

Ellers fint fra Soltunet. Far er lige kommet på besøg og nu læser han godnathistorie for sin dattersøn.

25.10.04

GETRAUN DAGSINS 


Í gær var BINGÓ á skjá 1. Þannig að núna bryddar Sóltúnsfjölskyldan uppá nýjum þætti á blogsíðunni. Hann heitir: GETRAUN DAGSINS.

Og spurningin er:
Hvað er þetta á myndinni hér fyrir ofan??


24.10.04

Já tungl óð í skýjum, og Viddi viðutan fór út með stjörnukortið og kíkkaði á stjörnurnar sem gægðust niður á Skorradalinn um helgina. Fórum í bústað, fjölskyldan og slöppuðum af. Sváfum heilmikið, fórum á veiðar, bæði fiskveiðar á bát, en veiddum ekkert og svo í kræklingatínslu, þar sem Viddi var nú afkastamestur og kjamsar í þessum skrifuðu orðum á kræklingum og teigar hvítvín með. Ég og Dofri lékum okkar með stimpla á meðan Viddi lá yfir boltanum. Arsenal tapaði víst í fyrsta sinn síðan 1870...eða eitthvað svoleiðis... Einstaka myndir hér til hliðar.

Månen skinnede og Viddi tog kameran udenfor og stjernekortet og kikkede på stjernene der så på os i Sommerhuset i weekenden. Tog i sommerhus og slappede af. Sov meget, var ude på båd at fiske, men fangede ingenting, men istedet var plukket muslinger og Viddi var den dygtigste til at plukke og at spise. Jeg og Dofri synes det ikke er mad!, lige nu som dette her er skrivet sidder han og spiser muslingerne og drikker hvidvin med. Jeg og Dofri stemplede lidt mens Viddi så foldbold i dag. Arsenal tabte vist for første gang siden 1870..eller noget i den retning. Et par billeder her til siden.

Kata sys var að hringja. Allt gengur vel í Boston. Karen enn á gjörgæslu en smám saman er verið að fækka slöngunum sem doktorarnir voru búnir að tengja og setja ofaní hana síðustu daga. Kata segir þó að það sé mjög erfitt að horfa uppá litla barnið sitt vafið inní slöngubúnt og vita að hún sé að berjast fyrir lífi sínu. En annars er Karen á sterkum verkjalyfjum og hjúkrunarfólkið vakir yfir henni allan sólarhringinn. Samkvæmt fréttum frá specialistunum gengur allt vel og batinn er ljómandi og alveg eins og við væri að búast. Jafnvel á morgun geta þau fengið að halda svolítið á henni og etv. getur Kata gefið henni brjóst, en undanfarna daga hefur Tinna lifað í vellistingum og fengið alla mjólkurframleiðslu. Enda hefur hún verið eins og ljós þessa daga sem fjölskyldan hefur verð í útlöndunum.
En Kata og Jói biðja fyrir kærri kveðju heim og þakka fyrir góðar kveðjur og bænir þeim til handa.

Kata søs har lige ringet. Alt går som forventet i Boston. Karen er stadig på intensivafdeling, men med tiden er doktorene at fjerne slangerne de har sæt på og oveni hende de sidste dage. Kata siger dog, at det er svært at se sit barn med slanger over alt og vide at hun kæmper for sit liv. Men ellers får Karen stærke medisiner og personelet på sygehuset passer på hende døgnet rundt. Specialisterne siger at det går godt med hende og hun bliver raskere hver dag. Måske snart får de at holde hende og måske kan Kata amne hende, men de forledene dage har Tinna haft det extra godt og fået alle de brystemælk hun kan drikke. Resultatet har også været at hun har været super artig og dygtig storesøster til Karen og forældrene har fået sovet et par timer om natten.

23.10.04
fyrstu fréttir af karenu er að aðgerðin gekk vel nánari fréttir síðar

21.10.04
Kata sys nýbúin að hringja. Kl. ca 18 í Boston og nú er búið að ákveða að Karen fari í aðgerðina á morgun (föstudag). Er hún barn nr. tvö í röðinni þann daginn, þannig að vonandi geta þeir hafist handa um kl 14:00, ef allt gengur eftir áætlun, þannig að um kvöldmatarleitið á Íslandi meiga allir snúa sér í átt til Guðs, og skella sér á skeljarnar. Reiknað er með að aðgerðin taki ca 4 tíma, ef allt gengur vel. Gott hjóð í ferðalöngunum og Tinna litla systir er búin að vera eins og ljós í útlöndum og láta eins lítið fyrir sér fara og hugsast getur.
Annars það að frétta að Sóltúnsfjölskyldan fór og fjárfesti í snjóplönkum undir lappirnar á sér á lagersölu í Útilíf í dag svo nú má bíða eftir að snjóflygsurnar fari að fjúka á jörð. Reyndar vantar ennþá bindingar, stafi og einstaka skó, en þar sem frúin er með lærin í skónum, fann hún ekki passandi bomsur á útsölunni. En vonandi getum við fljótt farið að syngja hástöfum ....Á skíðum skemmti ég mér tra lall lall lall a....

Kata søs har lige ringet. Kl ca 18 i Boston og nu har de fået at vide at operationen tager sted i morgen (fredag). Karen er barn nr. 2 i køen den dagen, så forhåbentlig kan de begynde om kl 14, hvis det hele forgår som planet. Operationen tager om 4 timer, regner de med og vi må bede Gud om at den bliver success. Kata og fam. var glad for at nu skal det ske og Tinna lillesøster har vist sine bedste sider de sidste dage og været rigtig artig og god pige.
Eller er det ikke det store, der sker her i Soltunet. Vi var ude i friluftsbutik i dag, og købte sne-planker på fødderne på udsalg og nu må sneen komme. Dog mangler lidt mere udstyr fx sko, men fruen har jo sine lår i ned skoene, så hun ikke kunne finde en der passer på udsalg. Dofri mangler også sko, men det på grund af noget andet! Men forhåbentlig kan udstyret bruges i vinteren og vi glæder os til.

20.10.04
Komnar fréttir frá USA, og bara nokkuð góðar.
Karen Ylfa er búin að vera í rannsóknum í allan dag, þar sem búið er að mynda hana hægri, vinstri, inn og út. Ekki tókst þó að klára allt, þannig að á morgun verða rannsóknirnar kláraðar.
En það sem Kata og Jói fengu að vita, er að doktorarnir í Rvk höfðu ekki allskostar rétt fyrir sér, sem þykir reyndar mjög merkilegt á Bostonspítala þar sem specialistarinir frá Islandi hafa aldrei áður haft rangt fyrir sér með hjartagallabörnin sem þeir senda út. Anyway, komust þeir að því, að það sem hefur verið að angra Karenu er að gúlpur hefur komið á eina stóra æð sem liggur frá hjartanu og hann hefur sprungið. Svo streymir blóð úr þessum gúlpi, þannig að hún fær aldrei það blóðstreymi um æðar líkamans sem hún þarf. Þess vegna verður hún kraftlaus og slöpp. En sem betur fer, þá streymir blóðið úr gúlpinum aftur inní hjartað í staðinn fyrir eitthvað annað, því það hefði verið miklu, miklu meira óheppilegt, reyndar mjög óheppilegt.
Þannig að nú lítur út fyrir að ekki þurfi að opna hjartað, heldur dugi að opna fyrir utan það og gera við gúlpinn. Læknarnir eru bjartsýnir og gefa þeim góða von um að aðgerðin eigi eftir að ganga vel. Ekki er búið að setja dag á hana, en etv á föstudaginn, eða fljótlega eftir helgi.
Btw, Kata og Jói borga skattana sína með glöðu geði eftir þessar hremmingar, þar sem heilbrigðiskerfið hefur reynst þeim afar vel það sem af er og borgaði meira að segja 10 sæti undir þau á Sagaklass á leiðinni út *LOL*. Það dugar nú ekkert minna fyrir stórfjölskylduna! En nóg af fréttum í bili. En það lá bara nokkuð vel á þeim hjónum í kvöld og biðja voða vel að heilsa öllum heima. Fleiri fréttir síðar!

Nyheder fra USA og de er bare gode.
Karen har været til undersøgelse hele dagen men de fik dem ikke gjørt færdig endnu, så de forsætter i morgen. Men Kata og Joi fik at vide, at det bliver ikke nødvendigt at åbne hjeret men det skulle være nok at åben brystet og reparere blodåren der ligger fra hjertet. De fandt ud at den ikke pumper blodet ind i lungen som de troede før, men åren har en ballon der har sprækket og blodet flyder ind i hjertet igen. Men konsikvenseren af dette er at Karen får ikke nok blod i kroppen og derfor bliver hun svag og mangler kraft.
Så i morgen bliver de færdig med at gøre klart til operationen og de næste dage, skulle noget ske, på fredag eller i begyndelsen af næste uge.
Men efter denne svære oplivelse betaler Kata og Joi sine skatte mere glade end før, fordi indtil nu har sundhedsvæsenet handlet dem rigtig godt og det duede ikke noget mindre en 10 plads på SAGA -Class i flymaskinen for familien og doktore *LOL* Men nok af nyheder for nu. Mere senere.



Miðvikudagur í dag!
Kata, Jói, Tinna og Karen flugu til Boston í gær, og vonandi sofa þau vært og rótt, í þessum skrifuðum orðum, þar sem hánótt er á þessum slóðum nú. Ég segi bara eins og í Bangsimon "Við hugsum hlýtt til þín!!"
Annars er almennt mjög mikið að gera hjá okkur þessa dagana, svo mikið að Dofri er farinn að kvarta yfir athyglisleysi frá okkur foreldrunum. Ef við erum ekki í vinnunni, þá erum við heima í vinnunni, og segjum honum bara að drífa sig í háttinn! Já, lífsgæðakapphlaupið er hafið...og það fyrir alvöru!

Onsdag i dag! eller Ondsdag ;o/ I hvertfald svært at stå op i morges.
Kata, Joi, Tinna og Karen fløj til Boston i går og forhåbentlig sover de godt nu, fordi det er midt om natten der nu. Jeg siger bare lige som Peter Plys " Vi tænker godt på dig!!"
Ellers har vi meget travlt i de her dage, så travlt at Dofri klager over at han ikke får nok opmærksomhed fra sine forældre. Hvis vi ikke er på arbejde, så er vi hjemme at arbejde, og siger bare til ham at han skulle skynde sig i seng!!! Ja, vi er i fuld gang med karrieren...og det for alvor!!!



18.10.04
Nú hafa Kata og Jói gert klárt fyrir USA reisu. Fara þau á morgun (þriðjudag) til Boston og á miðvikudaginn vonandi, geta þeir gert aðgerðina á Karenu. Dagurinn hjá þeim hjúum hefur farið í vegabréfs reddingar og litlu-barna-fatakaup fyrir ferðina. Bara svona rétt til skiptana, því þau meiga bara hafa með sér handfarangur. Er í þessum töluðum orðum að þvo brækurnar af honum Jóa, svo hann hafi nú til skiptana. Já, ég sendi hann nú ekki brókarlausann til útlanda, eins og strákurinn sem ég sat með í fluginu til Kastrup um daginn. Nei, það vil ég ekki hafa og Jói er nú meiri snyrtipinni en það, að einar nærbuxur dugi í 7 daga eða fleiri, en ekki er alveg vitað hvað þau verða lengi í Boston. Það fer allt eftir bata.
Annars tíðindalítið í Sóltúninu. Tengdamamma er væntanleg í kvöld ef verður flogið og slengir sér á gestasófann. Ave for nu..

Nu har Kata og Joi gjørt klart til afrejse. De flyver i morgen til Boston USA (tirsdag) og på onsdag forhåbentlig kan de operate Karen. Dagen i dag, har de brugt til at ordne passport til pigerne og købt lille-baby tøj for rejsen. Bare så lidt de kan komme af med, fordi de kun må medbringe håndbagage. Lige nu vasker jeg Joi's underbukser *LOL*, så han kan skipte. Ja, jeg sender han ikke uden extra underbukser til udlandet, ligesom drengen jeg sat ved siden af i flyvet til Kastrup den forladen dag. Nej det vil jeg ikke have og slet ikke Joi fordi han vil jo være lækker og i rent tøj hele tiden, så et par underbukser for 7 dage er ikke til at tale om. Men så ved vi heller ikke hvor længe de må blive der. Det hænger jo sammen med hvordan operationen går.
Ellers ingen nyheder fra Soltunet. Svigemor kommer i aften hvis de flyver til hovedstedet (så dårligt vejr i øjeblikket) og slår sig ned på gæstesofa'en.
Ave for nu...

17.10.04

Verkefni lífsins 

Já, nú hafa Kata og Jói, fengið stærsta verkefni lífsins. Karen Ylfa hefur greinst með hjartargalla og nú eru Kata, Jói, Tinna og Karen komin á Barnaspítala hringsins, þar sem Karen Ylfa er á vökudeild, og fylgst er með henni allan sólarhringinn. Hún er með sjaldgæfan galla sem ekki hefur sést hér á landi áður og nú er verið að gera allt klárt fyrir Bostonferð. Já, á næstu dögum, í síðasta lagi á sunnudag, fara þau til USA þar sem Karen mun fara í aðgerð. Við biðjum algóðan Guð um að allt gangi vel og Karen meigi vaxa og dafna saman með Tinnu og Þóru Kolbrúnu stóru systur, sem er nú hjá ömmu Möggu og afa Sigga á Akureyri. Já, hver sagði að lífið væri einfallt? En þau eru algjörar hetjur og standa sig vel þrátt fyrir allt. Mig langar til að við biðjum Guð um að halda verndarhendi sinni yfir Karenu Ylfu og gefa að hún megi hljóta fullkominn bata og gefa Kötu og Jóa, styrk í þessum erfiðu aðstæðum.

Ja, nu har Kata og Joi, (min söster og svor) fået deres største opgave i livet. Karen Ylfa (en af deres tvillingdatter) har hjertefejl og nu er Kata, Joi, Tinna og Karen kommet til Reykjavik på sygehuset, hvor Karen Ylfa er under syn hele døgnet rundt. Nu gør de klart til rejse til Boston USA hvor Karen skal til operation. Ja, de næste dage, i dette sidste på søndag tager de afsted. Vi beder Gud om at bevare dem og passe på dem og at operationen bliver success og Karen kan vokse op sammen med Tinna Margret og storesøster Thora Kolbrun, der nu er hos farmor og farfar på Akureyri. Ja, hvem sagde at livet var enkelt? Men de er helte og står sine pligter og gør hvad der skal. Jeg vil at vi beder Gud om at Karen Ylfa bliver sund og rask og styrke Kata og Joi i deres besværelige omstændigheder.



Loksins koma myndir af litlu frænkunum. Karen Ylfa til vinstri og Tinna Margrét til hægri. Fallegustu börn í heimi, og mér finnst bara eins og þau séu mín. Set hér fleiri myndir af stelpunum hér til hliðar, svona ef ykkur langar að sjá meira.

Her kommer billeder niecerne (min tvillingsøsters tvillinger) der var født i tirsdags. Karen Ylfa til venstre og Tinna Margret til højre. Smukkeste børn i hele verden, og jeg føler lidt at de er mine. Sætter flere billeder af pigerne her til siden, hvis I vil kikke på dem.

13.10.04

Tinna Margrét og Karen Ylfa komnar í heiminn. 

Já, gaman, gaman.. nú er ég orðinn frænka. Tvöföld frænka. Hún Kata já mín elskulega tvíburasystir, hefur gert það að reglu að fæða börnin sín þegar ég er erlendis. Þóru Kolbrúnu átti hún þegar ég var í Póllandi en nú skellti hún tvíburum í heiminn, svona eins og ekkert væri í gær, á meðan ég sat með Melkorku í lestinni á leið til Kastrup. Öllum heilsast vel, ofsa sætar stelpur og mun ég að sjálfsögu skella myndum af nýjustu ættingjunum hér á síðuna við fyrsta tækifæri. Bara knus..knus og kram..kram..til ykkar Jói og Kata, svona þegar þið hafið tíma til að lesa þetta á milli bleyjuskipta og gjafa.

Ja..hurra..hurra..nu er jeg blivet morster igen. Togange morster. Min tvillingsöster Kata, har en regle. Hun føder sin børn når jeg er i udlandet. Thora Kolbrun fik hun da jeg var på ferie i Polen, men i går fødte hun tvillingepiger i verden, imens jeg sat i toget mod Kastrup sammen med Melkorka. Alle har det fint, pigerne er rigtig dejlige og jeg vil selvfølgelig sætte billeder ind på siden af dem så snart jeg får kopier. Men knus..og kram til jer Joi og Kata, når i har tid til at læse dette, når I ikke er at skipte bleier og give at drikke.


Ég og Lone ægiferskar snemma morguns.


Guðný á Frank A, alveg eins og í gamla daga, og sátum meira að segja í sama horninu og venjulega.


Melkorka og ég í lestinni á leið til Köbenhavn.

Þá er ég komin heim fra baunalandinu. Ótrúlega gaman að hitta vinkonurnar aftur, sem maður hefur ekki hitt í marga mánuði. Fórum í MARGAR búðir, svo margar að kreditkortið mitt hvarf á dularfullan hátt, held að það hafi bara horfið af ofnoktun, drakk passlega af bjór, hvítvíni, rauðvíni og lítið annað, og talaði um svo margt og mikið að hver stjórnmálamaður hefði verið ánægður með ræðutímann, en verð þó að viðurkenna að misgáfurlegar voru umræðurnar. Náði að líta framan í Lone, Guðnýju, Sveinbjörn og Einar og það versnaði nu ekki þegar Melkorka dúkkaði upp í Odense alveg óvænt og við gátum ketchuppað fyrir síðasta ár. Já, ég á alveg yndislegar vinkonur, allar ólíkar en yndislegar hver á sinn hátt. Ég er ægiglöð og þykir ofsa vænt um þessa heimsókn mína til Danmerkur og er ánægð með að hafa drifið mig í svona konu-veiðiferð!! Já hvað er betra en að eiga góða vini, sem eru alltaf til í að skjóta yfir mann húsaskjóli, og knúsa mann og kramma við ólíklegustu tækifæri. Já, held bara að ég sé býsna rík kona. Verð að sýna ykkur þessar frábæru gellur sem mér þykir svo vænt um.... hum.. maður gæti bara haldið að ég væri enn í glasi... ég er svo væmin, en svo er nú aldeilis ekki.

Er kommet hjem fra Bønnelandet. Utrolig hyggeligt at møde veninderne igen, man ikke har set for mange måneder. Kikkede i MANGE butikker, så mange at mit kreditkort forsvandt, tror det var blivet brugt op. Drak passlige meget øl, hvidvin, rødvin og ikke så meget andet, snakkede meget og om mange ting at hver politiker må være tilfreds med tiden der var brugt på det, men må indrømme at det var måske ikke altid vigtige og særlige emne der dukkede op. Nåede at hilse på Lone, Guðný, Sveinbjörn og Einar og det blev ikke være da Melkorka dukkede op i Odense meget uforventet og vi ketchuppede for dette sidste år. Ja, jeg har meget dejlige veninder, alle forskellige, men dejlige hver på sin måde. Jeg er så glad for dem og holder så meget af dem. Jeg fortruder slet ikke at have givet migselv lov til at gå på "kvinde"fisketur. Hvad er bedre end at have gode venner der er altid parrat til at låne seng til at sove i, knuser man og krammer ved og ved. Ja, jeg tror jeg er rig kvinde. Må vise de flotte piger jeg holder så meget af...hum.. man kunne tro at jeg var ikke edru endnu...jeg er så "korny"... men det ER jeg.

10.10.04
jæja, þá er mín bara komin í baunalandið. Búin að senda strákana norður, en ekki niður vonandi og skrapp í konuferð til Danmerkur. Skrítið að ferðast svona ein, alltaf vön að hafa einhver viðhengi, eða ferðafélaga, en ég var nú ekki lengi að redda því. Við hliðina á mér í flugvélinni var kettlingastrákur, reyndar 24 ára, en leit út fyrir að vera 14, að fara í sína fyrstu utanlandsferð. Dauðlofthræddur og hélt að flugferð væri eitthvað vont. Med dette samme kom upp móðureðlið í henni Kolbrúnu og hélt ég í hendina á kauða alla flugferðina, og lóðsaði hann í gegn um Kastrup flugvöll hins og hann væri mitt annað heimili. Sýndi honum lestarkerfið og hvernig það virkaði, hjálpaði honum að kaupa sér miða í lestina og passaði dáldið uppá hann. Drengurinn sem ég láðist að spyrja að nafni, var alveg dauðfeginn að hitta mömmutýpuna og fylgdi mér eftir eins og draugur. En mér tókst að losna við hann, þar sem hann fór ekki í sömu lest og ég. Mér leist nú reyndar ekkert á það, þegar hann sagði mér að hann væri ekki með neinn farangur, engin aukaföt, en hann ætlaði að vera heila viku í sömu brókunum!!! Sagði reyndar hróðugur að hann hefði keypt sér Ilmvatn í fríhöfninni, svo hann væri nú klár í hvað sem er! Glöð er ég allavega að ég sat við hliðina á honum á útleið en ekki eftir 7 daga í sömu brók á heimleið ;o/
Annars ljúft í dk. Dagurinn búin að notast í að keyra um sveitir landsins, drekka kaffi og hygge med Lone. Et par rauðvinsglös voru drukkinn í gærkvöldi. Guðný verður heimsótt á morgun og þá verður Odense málaður rauður, með óhóflegu versli, öldrykkju, kaffihúsarápi og fleiru.
Kem svo vonandi örþreytt, og ósofinn heim á þriðjudagskvöldið til að takast á við hversdagsleikann aftur.
Until then.....


7.10.04
Verð að fara og fá mér sköfu, og hætta að nota kreditkortið sem gluggasköfu á bílnum, áður en ég eyðilegg það!! Vil nú miklu frekar nota það til annara verka ;o)

Annars lentu ég og mamma í fárviðrinu um daginn. Man varla eftir því að hafa lent í öðru eins roki, og það bara á leið útá bílaplan. Við mæðgurnar ætluðum semsagt að fara í Blómaval (að nota kreditkortið aðeins!) og drifum okkur út, með Dofra með. Á leiðinni í bílinn, kom líka þessi litla vindhviða sem feykti henni mömmu gömlu um koll (þarf nú töluvert til þar sem hún er nú engin sérstök písl) og rúllaði hún nokkra metra eftir gangstéttinni, áður en hún náði að festa sig á hraunvegginn á húsinu, svo líkamsleifar af höndum urðu eftir þar. Dofri fauk næstum frá mér, ég rétt náði að grípa í hann áður en hann hyrfi yfir götuna og slengdist á vegginn á blokkinni á móti. Síðan drusluðumst við til mömmu gömlu þar sem hún lá og komum henni í skjól bak við húsvegg, ég stökk af stað með Dofra, heim aftur, en vindkviða lagði mig flata með þeim afleiðingum að hné eru blá og marinn. Kom Dofra inn í forstofu og út aftur að sækja þá gömlu sem húkti útundir húsvegg og skakklöppuðumst við heim við illan leik. Já, fórum ekki í Blómaval þann daginn og kreditkortið alveg í afslöppun, þar til ég þurfti að skafa í morgun. En okkur veitti etv ekki af áfallahjálp eftir þessar hamfarir.

Må finde mig vindueskraber og holde op med at bruge mit kreditkort til at skrabe frost af bilvinduet før jeg ødelægger det. Vil hellere bruge det til noget andet ;o)

Ellers var jeg og mor ude i storm den anden dag. Kan ikke huske noget lignende, og det var kun på vej ud i bilen der stod på parkeringspladsen. Jeg og mor skulle kun i en Blomsterbutik (at bruge kreditkortet lidt!) og skyndte os ud, og tog Dofri med. På vej i bilen, kom den store storm og mor faldt på jorden og rullede efter fortovet (Det må have været stor storm fordi mor er jo ikke særlig lille!) før hun kunne hænge sig på husvæggen (meget grov vægg), så man kunne se rester af hendes hud hængende på væggen bagefter!. Dofri blæste væk, men jeg kunne få fat i ham før han blæste over gaden og på væggen af byggningen der ligger der. Så kom vi mor i skjul bagved huset og jeg forsøgte at komme Dofri hjem igen men på vejen blev jeg angrebet af stormen så jeg fald med Dofri på jorden. Knæet er lidt blådt pga det men det lykkedes at komme Dofri ind i gangen. Så måtte jeg ud igen og hendte den gamle der ventede på mig bagved huset og kom vi heldigvis næsten godt hjem, udeover at mor fik plaster på alle fingre og har en fod der er blå fra lår til tæer. Men kreditkortet blev ikke brugt, før en i morges, da jeg måtte bruge det til at skrabe frostet af bilvinduet!

4.10.04
Fór í Afro-dans um helgina. Kórinn pantaði sér afró-danstíma í Kramhúsinu á sunnudaginn. Þar sem á efnislista kórsins eru afrólög var upplagt að læra aðeins að slengja sér fram og aftur og til hliðanna. Þetta var bara alveg hið almagnaðasta. Hef ég prófað ýmsa dansa um ævina, gömludansana, diskó, break og magadans svo eitthvað sé nefnt, en hef nú einhvernveginn ekki fundið mig í neinu. En þetta er nú eitthvað fyrir hana Kolbrúnu. Þarna trampar maður í gólfið á groddalegan hátt, með rassinn út í loftið og grófar hreyfingar og segir svona ólaaaaaallllaaaaaeeeeoooo..... brjóstin lava niður og maginn fær að síga niður í klof.... Svo er bara allt hrist í takt við trumbuslátt!
Frábært!!!

Var til Afrodans i weekenden. Mit kor fik undervisning i afro-dans i søndags. Vi skal synge afro sange så det er nødvendigt at lære lidt at kaste sig til sider og frem og tilbage. Det var rigtig sjovt. Jeg har prøvet mange forskellige dansform, de gamle danse, disko, break og mavedans, så jeg tæljer noget, men har ikke fundet fremtid i noget af det. Men dette er noget for hende Kolbrun. I afro kan man trampe ned i gulvet meget grovt, med numsen ud i luften og råbe olaaaaaalllllaaaaaeeeeeeooo......brystene hænger ned og maven får lov til at sinke ned i gulvet... Så ryster man det hele ved rythmen af trommerne!!!
Super!!!

2.10.04
Mamma 60 ára í dag. Við stelpurnar tókum forskot á afmælið og fórum að sjá Ragga Bjarna á Broadway í gærkvöldi. Dinner og alles. Ekki á hverjum degi sem mamma lætur sjá sig á skemmtistöðum borgarinnar, en sveimér þá ef hún skemmti sér ekki bara konunglega. Það sem meira er, er að mér leiddist barasta ekkert heldur. Fínasta skemmtun og bara gaman að sjá þessa gamlingja sprella og segja misfyndna brandara sem voru vinsælastir þegar "Sumargleðin" var og hét. Ekki var verra að fá að hlýða á Bogomil Font, Guðrúnu Gunnars, Bjarna Ara, Borgardætur og fleiri taka lagið með gamlingjanum. Semsagt, ég og mútta skemmtum okkur vel og er það MJÖG VEL! Verð nú samt að viðurkenna að meðalaldurinn var dáldið hár, bæði hjá gestum og skemmtikröftum.
En nú er semsagt aðalafmælisdagurinn. Allt í rólegri kantinum, fórum að eyða afmælispeningnum...tíhí..hennar mömmu í morgun, en henni tókst að fjárfesta í fatalörfum og handavinnu. Ég aftur á móti, keypti Dofra góðan með dótagjöfum á meðan á þessum ósköpum stóð! Erum svo bara búnar að vera heima í rólegheitum, borða afmælisköku með 12 kertum sem Dofri hafði yfirumsjón með, og svo var boðið uppá skelfisksúpu með kókos og karrý í kvöldmatinn. Verst að Viddi matmaður er ekki heima, en hann fór að skoða Kárahnjúkavirkjun í dag, en hann fær bara afganga þegar hann kemur heim í kvöld.

Mor er 60 år gammel i dag. Vi pigerne begyndte med fødselsdagsfest i aftes og var på Broadway at se Raggi Bjarna (hendes idol fra i gamle dage). Ikke hverdag mor er ude på værtshuse i hovedstedet, men tror nok at hun har moret sig godt i aftes. Og jeg kedede mig slet ikke noget, syntes faktist at det var et fint sjow hos den gamle. Der kom også flere end Raggi på scenen, ja nogle af vores bedste sangere og sangerinde sang sammen med den gamle. Storsagt, havde jeg og mor en rigtig god aften sammen med mad, og musik. Må dog indrømme at flæste gæstene var lidt...lidt ældre end jeg, men jeg er jo en gammel sål.
Men nu er mors egenlige fødselsdag. Alt stille og roligt, vi var ud i byen i dag at spandere hendes fødselsdagspenge...tihi.. men hun fik købt lidt tøj til sigsev og håndarbejde. Jeg på den anden side købte Dofri til at være sød og rar mens vi var ude at handle og han fik legetøj. Men så har vi bare været hjemme i dag, spist fødselsdagskage med 12 sterrinlys Dofri har ordnet og til aftensmad fik mor skaldfisksuppe med hummer, kammermuslinge og rejer i. Desværre kunne Viddi ikke nyde maden med os, men han får rester når han kommer hjem i aften.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com