29.6.04

Frederik prins og forsetakostningar 

Öllu betri dagur í dag en í gær, enda Þriðjudagur. Fékk mér reyndar einn á augað þegar ég kom heim úr vinnunni. Ótrúlegt hvað er gott að henda sér á sófann eftir vinnudaginn.
Tíðindalítið, bæði að heiman og heima. Ekkert að gerast, svo lítið, að enn er verið að velta sér uppúr forsetakostningunum. Og það ætla ég líka að gera!
Lásuði í Fréttablaðinu að Margrét Danadrottning, Frederik prins, fengu víst sitt atkvæðið hver og Dorrit fékk eitt atkvæði í kostningunum? Það finnst mér æði....Hefði kosið þau öll, ef þau hefðu verið í framboði. Þá hefði verið erfitt að gera á milli:o)

Bedre dag i dag end i går, enda Tirsdag. Fik mig en på øjet når jeg kom hjem fra arbejde. Utroligt hvor dejligt det er at smide sig ned på sofa'en efter arbejdsdagen. Inger nyheder, ikke noget der sker ude eller hjemme. Så lidt sker, at de snakker stadig om presidentsvalget (var sidste weekend). Og det skal jeg også gøre!
Læste i Avisen at Margrethe dronning og Frederik prins fik et stemme hver, og Dorrit (vores presidents kone) fik et stemme. Det er "cool"...Jeg ville have stemt for dem allesammen, hvis de havde stillet op til valget. Svært at vælge en af dem fra hinanden :o)


28.6.04

mánudagur... 

Algjört andleysi. Já það er ágætisorð til að lýsa ástandinu á mínu bæ i dag. Dofri sofnaður á sofanum og ég að missa meðvitund. Mánudagur, eins og hann gerist verstur.
Og ekki orð um það meir.

Hlakka til á morgun. Þá er nefninlega EKKI mánudagur.

Total modløs. Ja, det er fin forklaring på mit tilstand i dag. Dofri er faldet i sovn på sofa'en og jeg ved at miste bevidsthed. Mandag, som den bliver værst. Og ikke et ord mere om det.

Glæder mig til i morgen. Fordi i morgen er IKKE Mandag.

25.6.04

fallinnn....með....4,9... 

Jæja, tók ökupróf á netinu í gær, já svona uppá grínið. En það var sko ekkert grín. Sviti og tár, og niðurstaðann, jú..jú, frú Kolbrún fengi ekki ökuskýrteini með þessa frammistöðu. Hvað er það?? Ég sem hafði dreymt um að verða mótorhjólagella í svörtu leðri og háum hjólaskóm, með hjálminn sem ég gæti tekið niður á góðum sumardögum og sveiflað gláandi nýþvegnu hárinu í vindinum. Hvað er þetta með ökuprófin í dag?
Ein spurninginn var á þessa leið: Hvað merkir rauður þríhyrningur á lyfjaumbúðum?
A: Að lyfið hafi slævandi áhrif á neytandan og geti dregið úr hæfni hans til að keyra bíl
B: Að neytandi eigi að leita til læknis eða hjúkrunarfræðings og spyrja hvort hann megi aka bifreiðinni.
C: Að lyfið hafi enginn áhrif á ökumenn.
Jæja, ég merkti samviskusamlega við A)lið og taldi þetta nú ekki flókið...enn vitið menn, ég fékk rangt. Ég átti að svara bæði A: og B: Já ég þarf að hringja á lækni í hvert skipti sem ég tek lyf með rauðum aðvörunarþríhyrningi til að spyrja hvort það sé í lagi að keyra. Ég bara spyr: Er í lagi með þessa ökuprófskalla sem semja þessa vitleysu??

PS. Gott að ég tók ökupróf árið 1989 og stóðst það með glæsibrag;o)

Tog køre-eksam på internettet i aftes, "just for the fun of it". Men det blev ikke så sjovt. Ja, Fru Kolbrun får ikke kørekort med dette eksam i lommen. Hvad er det? Jeg havde drømt om at blive motorcyklepige i sort læder, høj cyklesko, med hjelmen jeg kunne tage ned når de skønne sommervejr kommer og svinge mit mørke nyvaskede hår i vinden. Hvad er det med køre-eksamerne i dag? Et spørgsmålet var: Hvad betyder en rød trekant på medicinspakninger?
A: At man bliver lidt slov at det kan påvirke ens kørsel
B: At man skal ringe til leger eller sygeplejerske og spørge om man må køre bilen efter at have taget medicin med rød trekant på.
C: At medicinet ikke påvirker en ved kørsel.
Nåhh, jeg krydsede ved A: og trodede at det god nok var enkelt....men ved I hvad? Jeg fik forkert. Jeg skulle have krydset ved A: og B: Ja, man skal ringe til legen hver gang man vil køre efter at have taget medisin med rød trekant og spørge om det er i orden. Jeg bare spørger: Er i orden med mænderne der laver disse spørgsmåle?

ES. Godt jeg tog mit køre-eksam 1989 og bestod med glans ;o)

Spurt að leikslokum...og svolítið föndur ;o) 

Já, ég veit ekki hvað það er. Ekki er ég fótbolta-fan nr.1, en Þorsteinn Joð og Spurt að leikslokum er bara alveg að géraða fyrir mig. Hef ekki hundsvit á því hvað er að gerast í keppninni, veit ekki hvað kallarnir heita, nema þá Beckham og Jon Dahl og finnst alveg drepleiðinlegt að hafa fótboltaleiki í sjónvapinu í tíma og ótíma. En Þorsteinn Joð, þessi dúlla, hefur lag á að gera fótbolta skemmtilegan, kannski vegna þess að þættirnir hans fjalla nú ekki mikið um fótbolta, þar er aðallega slúður um fótboltamenn, þjálfara, hverjir eru í formi og hverjir eru ekki í formi og hver barði hvern eða sparkði í hvern. Svo eru dregnir fram mest djúsi sketsjarnir úr leiknum og sýnt í slow motion. Frábært. Mér finnst þetta dáldið eins og fótbolta Séð og heyrt. Og aftur að Þorsteini Joð....Maður ætti nú bara að klippa og klístra aðeins, og skella einni 32" andlitsmynd af honum á sjónvarpsskjáinn, og þá fengi maður að horfa á hann öll kvöld!!!

Ja, ved ikke hvad det er. Er ikke fodbold-fan nr.1, men Thorsteinn Jod og hans tv-program der handler om EM i fodbold, gør DET for mig. Aner ikke hvad sker i EM, ved ikke hvad spillerene hedder, uden Beckham og John Dahl og synes det er død-kedeligt at have fodboldkampe i fjernsyn hele tiden. Men Thorsteinn Jod, den søde dreng, kan få fodbold til at være sjov, måske fordi programmet handler om sludder; sludder om foldboldspillere, trænere, hvem er dårlige, og hvem er gode, hvem slår hvem og hvem sparker i hvem. Flot. Synes det er lidt som Fodbold Se og Hør. Og igen til Thorsteinn Jod...Tror jeg skal klippe og klistre lidt, og sætte en 32" andsigtbillede af ham på tv-skærmen, og så kan jeg glå på ham altid!!!

23.6.04

Tilboð vikunnar 

Heyriði, hafið þið skoðað tilboðsbæklingana frá Europris? Þeir eru bara hin albesta skemmtun. Í síðasta eintaki var hvorki meira né minna "krabbagildra" á tilboði. Frábært, einmitt það sem mig vantaði ;o) Nýr bæklingur var að detta inn um dyrnar hjá mér í dag. Hvað er á tilboði þessa vikuna? Jú, jú, Trampólin á 20.þús, tröll 11 cm á 275 kr, Hnútamyndir 500 kr., Froskalappir, Bílasett og það allra besta er að maður getur fengið klósettsetur mjög ódýrt!!!! Allt sem manni bráðvantar. Já, skemmtileg verslun
Best að drífa sig í Europris!

I har ikke fået tilbudsavisen fra Europris? De er bare så sjove. I sidste avis var krabbefanger på tilbud. Flot, netop hvad jeg mangler ;o) Har lige fået en ny Europris avis ind af døren. Hvad er på tilbud i denne uge? Trampolin for 2000 dkr, trold 11 cm for 20 kr, knudebilleder 45 kr, frøfødder, Bilesæt og det allre bedste er at man kan få toiletsæde meget billigt!!! Alt meget nødvendige ting. Ja, en sjov butik.
Jeg må snart i Europris!

22.6.04
Róleg heita dagur hjá okkur mæðginunum. Dofri heldur áfram að kynda upp íbúðina með yfir 40 stiga hita. Búin að slökkva á öllum ofnum.
Dr. kannaðist við sjúkdómseinkenni Dofra og reiknaði fastlega með að veikindin myndu ganga yfir á nokkrum dögum.
Héldum uppá það með grilluðum humri í hvítlaukssmjöri með salati, brauði og deildum með okkur einni hvítvínsflösku í tilefni dagsins. Dofri greyjið fékk hálfan banana, enda hefur hann skilað mjög fljótt úr kroppnum því sem hann hefur sett í andlitið sitt og humar væri sóun í hans munn við þessar aðstæður!
Já tilefnin eru óteljandi, og um að gera að nota þau.

Stille og rolig dag hos mig og Dofri. Han forsætter med at varme op lejligheden med over 40 gr feber. Har slukket for alle ovne i huset.
Dr. kunne genkende min beskrivelse af sygdommen og siger at vi kan forvente at det går over de næste dage.
Vi fejrede med grillet hummer i hvidløgssmør med salat, brød og delte en hvidvinsflaske her til aftensmad. Skønt! Stakkels Dofri fik en halv banana, enda har han afleveret meget hurtigt ud af sin krop alt han har sæt i sit ansigt og hummer ville være spild af god mad ved disse omstændigheder!
Ja, lejlighederne er er utællende, og dem skal man bruge.

21.6.04

Af ferðum lasarusar og samferðafólki 

Já, helgin alveg ljómandi. Sendi þá feðga á undan mér norður í sveitasæluna en elti þá á föstudagseftirmiddegi. Sól í heiði.

*Kaffisopi hjá þeim öðlingshjónum Birnu og Rögga í mýrinni
*Kaffisopi hjá mömmu og pabba í hinni mýrinni
*Kaffisopi hjá Kötu systir í martröðinni
*Kaffisopi hjá Tengdapabba í sveitinni.
*Kakó í Nýjadal út undir vegg, með eggjabrauðs-skinku samlokum og ýmsu fleira góðgæti!

Milli þess sem drukkið var kaffi, var spjallað við vini, ættingja og nágranna, grillað, skert hár á höfði föður míns, farið í sund o.fl. Strákarnir í sveitinni gerðu sér ýmislegt annað til dundurs, drógu Ýsur (úr á!) eða bara silung og fóru á hestbak.
Í gær var svo hugað að heimferð og finnst Dofra leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur lengjast í hverri ferð. Fórum við Sprengisandinn ásamt þeim Ágústi Torfa og Evu. Talstöðin stórgóða var dreginn upp og Dofri hélt uppi stemmingunni með tómatsósubröndurum af bestu gerð, á meðan hann var að verða veikur. Frábært veður. Stórglæsilegt útsýni og endað á Pizza 67 á Selfossi, þar sem gleypt var í sig eftir ferðalagið. Dofri greyjið með 39,5 þegar heim var komið og var pakkað kyrfilega ofaní rúm og er þar enn.
Orðatiltækið "Að þvo af sér ferðarykið" öðlaðist algjörlega nýja merkingu.
Fórum í bað þegar við komum heim!
Myndir hér til hliðar.

En rigtig god weekend forbi. Dofri og Viddi kørte nordpå før mig, men jeg følgte efter i fredags. Sol og rigtig skønt vejr.

*Kaffe i krus hos Birna og Røggi i sumpen (de bor i Langesumpe!)
*Kaffe i krus hos mor og far i den anden sumpe (de bor i Videsumpe!)
*Kaffe i krus hos Kata søs i mareridten (Svært at forklare!)
*Kaffe i krus hos svigefar ude på gården.
*Kakao i Nyjadal under væggen, med æggebrøds-skinke sandwich og mere god mad!

I mellem kaffedrikkeri, var snakket med venner, familie, naboer, grillet, klippet min fars hår og gået i friluftsbad. Drengerne var ude på gården at ride heste og fange fiske.
I går var så lagt op i en lang rejse og synes Dofri at vejen mellem Akureyri og Reykjavík bliver længere hver gang. Vi kørte over højlandet igen, men nu "vej" der hedder Sprengisandur, sammen med vores venner Agust Torfi og Eva. Walky, Talky var godt brugt og Dofri underholdte os med "sjove" tomatsovs jokes, mens han blev syg. Skønt vejr, flot udsigt og spist på Pizza 67 til slutningen i aftes. Dofri med 39,5 gr feber når vi kom hjem og blev pakket med det samme i seng, hvor han er nu.
Udtrykket "at vaske rejsestøvet" fik en rigtig mening. Badede når vi kom hjem!

Billeder her til siden.

18.6.04

þjófur...þjófur.... 

Mætti í vinnuna í morgun eftir dásamlegan frídag í gær, sem notaður var í þjóðhátíðarmorgunkaffi hjá Rannveigu og Gísla og potta ferð, og á eftir fylgdu almenn húsþrif af vönduðustu gerð og slæp.
En ég lenti í smá ævintýrum áðan, þegar ég kom í vinnuna, skal ég segja ykkur. Hjartað tók óþægilega og ófyrirséð á stökk, þegar ég var í mestu makindum að koma mér fyrir og hella uppá kaffið. Ófétans öryggiskerfið fór í gang og hávaðinn og djöfulgangurinn var svo rosalegur að ég held ég sé orðin heyrnarskert!!!
Ég hafði þá gleymt að setja öryggiskerfið á, á miðvikudaginn og í staðinn fyrir að taka það af í morgun þegar ég kom, setti ég það á, og nokkrum sekúntum seinna, varð allt vitlaust.... Sem betur fer, áttaði ég mig á að það var enginn kominn til að ræna mig, heldur var ég hin meinti þjófur.....hhuumm...

Mødte op på arbejdspladsen efter en RIGTIG dejlig fridag i går (nationaldagen), der jeg brugte til morgenkaffe hos Rannveig og Gisli og varm pott, og bagefter vaskede jeg gulv og gjørde hovedrengøring i mit hjem og hyggede lidt bagefter i den dejlige AJAX duft.
Men når jeg mødte til arb. i morges skete noget uforventet. Mit hjerte hoppede meget ubehageligt og uforset af sted, når jeg i mine dybe tanker var at sætte kaffen over. Vores Alarm-system startede og larmen var så voldsom at jeg tror jeg har misted min hørelse!!!
Jeg havde glemt at sætte det "on" i onsdags da jeg forlod arbejde og da jeg kom i morges sætte jeg det "on" istedet for "off" og efter nogle sekunder gik det galt....ballade....Heldigvis opdagede jeg meget snart at der var ingen kommet til at røve mig, og at jeg var den mistænkte.....hhuumm....

15.6.04

Kem heim í hálfleik!!! 

Já, nú er lífið ekki talið í mínútum og klukkustundum eins og venjulega, heldur í hálfleikjum. EM í algleymingi og lítur út fyrir að ég setji mig fremur fyrir framan tölvuskáinn en sjónvarpsskjáinn meðan á þessum ósköpum stendur.
Ég hringdi í Vidda áðan, til að athuga hvernær hann kæmi heim.... Hann kemur heim í hálfleik!!!
Hef ekki hugmynd hvernær það er /:~
Ja, livet er ikke talt i minutter og timer, som vanligt, men i halvlege. EM godt i gang og det ser ud som jeg sætter mig heller foran pc-skærmen end tv-skærmen mens det går over.
Ringede til Viddi før i dag, til at få at vide hvornår jeg måtte forvente ham ind af døren....Han kommer hjem i halvleg!!!!
Aner ikke hvornår det er /:~\


14.6.04

Yfir Kjöl 


Góð norðurferð að vanda. Birna mágkona útskrifuð sem iðjuþjálfi og brjáuð veisla. Keyrðum yfir Kjöl til tilbreytingar í misgóðu veðri. Allir í sund á Hveravöllum. En engar myndir úr búningsklefanum ..he..he.. enda enginn búningsklefi. Rok og rigning, en regnjakkinn breiddur yfir brækur og skó á meðan við skoluðum ferðarykið af okkur í gjólunni og kuldanum. Fínt, fínt. Vorum alvöru túristar, kíkkuðum á Gullfoss og Geysir gaus okkur til heiðurs. Hammari á Hótel Geysi í kvöldmatinn. Myndir hér til hliðar.

God rejse nordpå. Birna svigerinde, færdig med Uni som ergoterapeut og rigtig god fest. Kørte over højlandet "Kjølur" på vejen hjem i blæs- og regnvejr. Alle i friluftsbad på Hveravellir (varm pott ude i naturen). Men ingen billeder taget fra omklædningsrummet...ingen omklædningsrom der, men regnjakken var lagt ovenpå bukser og sko, imens vi badede i det kolde vejr. Great..great..Vi var rigtige turister, kikkede på Gullfoss og Geysir, der eksploderede for os. Hamburger på Hotel Geysir til aftensmad. Billeder her til siden.

9.6.04

fliss...piss...  

Já, þetta er lýsingin sem átti vel við í gærkvöldi, þegar við stelpurnar, ég, Kata systir og Rannveig vinkona skelltum okkur út að borða. Voru hin ýmsu mál reyfuð, að kvenna sið, s.s. loðnir leggir, sleypikrem, sáðfrumulyklakippur hana tengdó (ómissandi tækifærisgjafir), óléttuvandamál, matarkúrar, öryggismál af hinum ýmsustu togum og ásamt þvagvandamálum....jammí..jammí...jók vel á matarlystina eins og þið getið ímyndað ykkur. En anyway....hló svo mikið að ég pissaði í buxurnar......þegar ég var komin langleiðina undir borð af ósjálfráðum líkamlegum vellíðunarkippum sem fylgja þeirri iðju. Já þeir segja að hláturinn lengi lífið... Frábært kvöld á Ítalíu, þar sem við stelpurnar slepptum okkur alveg í spaugelsinu.

Ja, den title (latter...tis) passer godt til i aftes, når vi pigerne, jeg, min søs Kata og min veninde Rannveig tog ud til spisning. Der var snakket om mange forskellige ting, som vanligt hos kvinder, fx. hårvækst på bener (mænd og kvinder), glattkrem, sæd-nøgleringer for svigemor (kan ikke unværes at give dem til gave), graviditetsproblemer, slankekurer, sikkerhed på mange forskellige måde blandt
tisseproblemer...jammi..jammi...Kun til at gøre maden lidt spiseligere som I kan forstille jer. Men Anyway... jeg lo så meget at jeg tissede i bukserne....når jeg var kommet næsten under bordet af ukontrollede kropsbevægelse der følger med latter. Ja de siger at du liver længere hvis du ler....Rigtig dejligt aften på Italia restaurant, hvor vi pigerne slog os løs med grin og sjove historier.

6.6.04

Í sól og sumaryl.... 

Mennirnir á bak og burt og konuhelgin í algleymingi. Með von í hjarta um útlenskt strandarveður fórum við með börnin í Nauthólsvík. Blíðviðri en einhvernvegin var íslenska gjólan dálítið köld. Dofri var sá eini sem sýndi að hann er karl í krapinu, enda eini karlmaðurinn í förinni, og dengdi sér í sjóinn. Eftir dálitla veru þar var hann dreginn á land og klæddur í föt. En Þóra Kolbrún frænka hans kíkti á mannlífið og undi sér vel í sandinum. Þegar hrollurinn tók völd fluttum við okkur um set og skelltum okkur í heitu pottana í Árbæjarlauginni. Ummmm.....það var ljúft.
Myndir frá strand-sund-ferðinni hér til hliðar.

Vores mænd langt væk og husmødreweekenden på fuld fart (dog med børn). Med håb i hjerte om udlænskt strandvejr kørte vi ud til stranden (Nautholsvik). Skønt vejr, men det islænske blæsvejr føltes lidt kold. Dofri var den eneste der viste at han er en rigtig mand og hoppede ud i søen. Hans cousin Thora Kolbrun kikkede på livet og legede i sanden imens. Når kropperne var ved at fryse flyttede vi os i de varme potte i friluftsbade i Arbæjarlaug. Ummm....det var dejligt.
Billeder fra strand-friluftsbadet her til siden.

5.6.04

Já, nei, ég og Dofri erum ekki á þessari mynd. En við vorum örugglega svona kool, því við fórum að sigla á svona seglbát í dag. Frábært, sól og blída og fínn vindur í seglin og skemmtilegast þegar báturinn hallaðist alveg á hliðina svo að rassinn á þeim sem sat á hliðarborða (sjómannamál! sem ég kann út og inn) rétt straukst við öldurnar. Geggjað..
Svo hittum við Felix (Gunna og Felix)og Dofri sagði Hæ, og spjallaði aðeins við IDOLIÐ sitt. Svo fór að rigna og við biðum lengi, lengi í röð til að komast í teyjuhopp, en Dofra fannst það vel þess virði. ÓTRÚLEGA gaman, svo gaman að nú er hann steinsofnaður í sófanum eftir daginn.

Ja, nej, jeg og Dofri er ikke med på dette billede. Men vi var sikkert så sej, fordi vi var ude at sejle i dag i en sejlbåd som den. Brilliant, sol og godt vejr, fin vind i sejlene og sjovest når båden lagde sig på siden, så numsen på dem der sad der, lige rørte bølgerne. Kool...
Så mødte vi Felix (en kendt skuespiller der har lavet meget børnetv) og Dofri sagde Hi, og snakkede lidt med sit idol. Så begyndte det at regne, og vi ventede længe i kø til at komme i elastikhop (for børn), men Dofri syntes det var helt i orden. UTROLIG sjovt, så sjovt at nu er han faldet i sovn på sofa'en efter en rigtig god dag.

4.6.04

Símtal gærdagsins 

Eftir vinnu í gær átti ég eftirfarandi símtal:
Ég: Hvað ertu að gera?
Gísli: Láta renna í pottinn?
Ég: Ég er að koma
Gísli: OK.

já, það er ekki amalegt að eiga góða vini, sem eiga góðan pott á sólpallinum. Ég og Dofri brunuðum upp í Grafarvog eftir vinnu í gær, skelltum okkur með Rannveigu, Gísla og börnum í heita pottinn með öl og dótahöfrunga. Gaman..Gaman... Grilluðum svo pylsur og drukkum VALLAS með.

Efter arbejde i går snakkede jeg i telefonen:
Jeg: Hvad laver?
Gisli: Jeg sætter vand i potten
Jeg: Jeg kommer
Gisli: OK.

Ja ikke dårligt at have gode venner, der har en god varm pott ude på terrasen. Jeg og Dofri kørte ud til dem efter arbejde i går og badede i deres varme pott med øl i hånd og legetøj. Sjovt..sjovt.... Grillede pølser bagefter og drak appelsin.

2.6.04

Hjólatúrinn í kvöld 

Já, nú er Dofri búin að læra að hjóla eins og áður hefur verið ýjað að. Bongóblíða úti og við skelltum okkur í svolitla kvöldgöngu-hjólatúr áðan.
Tókum kameruna með og setti inn nokkrar myndir hér til hliðar sem teknar voru í blíðviðrinu í kvöld.

Ja, nu har Dofri lært at cykle. Bongogodt vejr udenfor og familien hoppede ud af døren og gik-cyklede en lille tur.
Tog kameran med og har sæt ind nogle billeder her til siden, vi tog i det gode vejr her i Reykjavik i aften.


Eg get lika hjolad..ligga..ligga..la... Ja Dofri er buin ad laera ad hjola. Rosalega gaman hja okkur. Vorum ad koma inn ur hjolaturnum. Dofri har laert at cykle. Rigtig sjovt hos os. Vi er lige kommet hjem fra cykleturen. Brilliant...

1.6.04

lömb, fiskar, fermingarbörn, sund og sálubót 

Já Vaðlaheiðin hefur aldrei verið fallegri. Það votta ég. Dýryndisveður alla helgina, hvort sem var á Akureyri eða í Bárðardal. 20 stiga hiti, sól og blíða.
Kíktum í fjárhúsin og sáum fleiri lömb koma í heiminn og dunduðum okkur. Tengdapabbi í essinu sínu, sagði sögur og spilaði Sálubótarkórdiskinn sinn fyrir tengdadótturina og það var sko sálubót! Etv. hefur hann spilað mig í svefn en allavegana lagði ég mig eitt augnablik og þegar ég vaknaði aftur voru liðnir 3 tímar og sálubótin búin!o).
Þegar ég loksins vaknaði almenninlega (næsta dag) fórum við og skoluðum fjárhúsarlyktina af kroppnum fyrir fermingarveisluna hennar Nínu. Fórum við í sund og þegar heit sturtubunan rann niður líkaman gaus upp þessi fína fjarhúsalykt, sem á engan sinn líkan..tja..nema etv fjósalyktina. Frábært í sundinu, já Sundlaug Akureyrar er bara best... LANGBEST... fínir pottar, og rennibrautir og gaman að leika sér og slappa af.
Enn betri fermingarveisla, eins og veislur eiga að vera og Nína flottasta fermingarbarnið, fyrir utan Hörð frænda en hann er líka flottastur. Já, ég geri sko ekki uppá milli, frekar en Brigdet Jones.
Viddi og Dofri brunuðu aftur í sveitasæluna eftir veisluna en ég ákvað að leyfa foreldrum mínum að njóta nærveru minnar til mánudagsins og á meðan drengirnir veiddu fiska í fljótinu, brunaði ég á hjara veraldar (Grenivík) eða nafna alheimsins, (allt eftir því hvernig á það er litið) og saup morgunkaffið hjá Stóru sys, ásamt Mið sys og mömmu gömlu. Það var nú aldeilis flott..margenskaka, og rækjréttur..
Eftir hádegið spjallaði ég við nágranna í garðverkum og sat á veröndinni með kaffið og Moggann og hafði það huggulegt með þeim gömlu. Fór einnig með pabba í fornbókabúð í Kaupmannahöfn eitt augnablik. Óli og Vigga kíktu í kaffibolla og það var nú aldeilis fjör að hitta það par. Þau eru alltaf svo yndisleg. Flottustu frænkan og frændin eins og allir hinir!!
En gott að koma heim í sína eigin sæng. Já ég held ég eigi besta rúm í heimi.

Vadlaheidin (bjerget hjemme hos mor og far) har aldrig været flottere. Det er helt klart. Rigtig skønt vejr hele weekenden, i Akureyri og Bardardal (hvor svigefar bor på gården).20 gr og sol.
Kikkede i fårhuset og så flere lamme kome i verden og legede. Svigefar var i godt humør (som altid), fortalte historier og spillede Sjælebedring-cd'en (hans kor) for sin svigedatter og det var sjælebedring! Måske var det derfor jeg faldt meget hurtigt i sovn, men jeg lagde mig til langs for et øjeblik og når jeg vågnede havde jeg sovet for tre timer og cd'en var færdig!o).
Når jeg til slutningen vågnede ordenligt (næste dag) kørte vi i friluftsbad og vaskede fårhuslugten af kroppen for Nina's konfirmationsfest. Vi var i friluftsbad og når de varme brusevand strømmede ned af kroppen duftede hele bruseværelset af får!!...Rigtig skønt i friluftsbad, ja friluftsbadet i Akureyri er det bedste i landet....flotte potter, og vandrutschebaner...og sjovt og hyggeligt at lege og slappe af.
Endnu bedre konfirmationsfest, lige som de skulle være og Nina flotteste konfirmastionsbarnet, uden Hörður min søsterson der er også flot. Ja, jeg gør som Bridget Jones, aller er flotteste.
Viddi og Dofri kørte igen til gården efter festen men jeg blev hos mor og far. Mens drengerne fiskede i åen, kørte jeg til enden af verden (Grenivik) eller navlen af verden (afhængigt af hvordan du ser på det)og drak morgenkaffen hos store søs, sammen med mitten-søs og mor. Det var flot, marengskage og rejeret.....
Efter middag, snakkede jeg ved naboerne, der ordnede deres haver, sad på terrasen med kaffen og avisen og hyggede med de gamle. Kikkede i en antik-bogbutik i København sammen med far et øjeblik. Oli og Vigga (Viddis farbror og min morsøs, de er gift!) kikkede forbi og det var rigtig hyggeligt at møde dem igen. De er altid så dejlige. Flotteste morsøs og farbror som alle de andre!!
Men dejligt at komme hjem i sin egen seng. Ja, jeg tror jeg ejer den bedste seng i verden


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com